Ég er nýkominn frá útlöndum og tók slatta af myndum þar sem
ég vildi láta skanna þær til að eiga á geisladisk. Það fyrsta
sem ég geri er að hringja í Hans Petersen og spurji hvað það
kosti að láta skanna mynd. Ég fæ upp verðið 400kr. stykkið!

Það var sama hvort myndin var 10x15 eða 20x30 - bara 400kr stk.
Þetta verð kom mér rosalega óvart, þannig ég hélt ég væri að
misskilja eitthvað eða þeir að misskilja mig. Ég fékk þá
ábendingu um að hringja í Ljósmyndavörur, þar spurði ég mjög
ítarlega út í þetta og þar átti að kosta skanna eina mynd,
10x15 í stærð 790kr!

Mér finnst voðalega skrýtið þetta háa verð á þessu þar sem þetta
er margfalt dýrara heldur en að framkalla. Er einhver sem hefur
þekkingu á þessu og veit hvar er hægt að fá þetta ódýrara, ef það
er þá hægt - Eða er ég einfaldlega að misskilja eitthvað? Það
liggur nánast við að það sé ódýrara að senda þetta til skönnunar
í útlöndum.

kv.
Egill<br><br><b><a href="http://orko.gormur.net/heilabu">Heilabúið</a></