1. 100.000 talsmenn, ég veit það ekki. Ef þú átt við að hver og einn ætti að vera talsmaður sjálfs sín er það í raun ekki svo vitlaust, og er í raun ekkert langt frá veruleikanum. Það getur hver og einn samið um sín laun við sinn vinnuveitanda, en kjarasamningar eru gerðir í þeim tilgangi að síður sé hægt að hafa útboð á lausum störfum til hvers sem er, í ákveðnum skilningi. Tökum sem dæmi að láglaunastarf sé í boði á einhverjum ákveðnum vinnustað, þar sem krafa um menntun er grunnskólapróf...