Okei, ég byrjaði í vinnu um daginn í hellulagningu, þrjár vikur síðan held ég. Í lok fyrstu viku spurði ég konuna sem sér um launin hvað ég væri með í laun, samtalið fór einhvernvegin svona fram:

Ég: “Yo, hvað er ég með í laun?”
“Hvað ertu gamall?”
“Verð sautján á árinu”
“Núnú, ertu ekki orðinn sautján? Þá máttu nú reyndar varla vinna hérna. Það er vesen með tryggingar og svoleiðis. En ég skal sjá hvað ég get gert”

(Það skiptir engu máli hvort ég sé 16 eða 17, ég er ennþá undir lögaldri right?)
“Ööö, nú okei. En hvað er ég samt með í laun?”
“Já nú veit ég ekki, ég verð að fletta því upp. Ég er bara með launin fyrir sautján ára hjá mér”
“Já en ég er að verða sautján, þetta fer bara eftir fæðingarári”
“Neib.”

(víst >.>)
“En hvað eru 17 ára með þá í laun?”
“Tja, í kringum 700 kallinn”
“….”

Þá lauk samtalinu.

Ég hringdi þá í pabba og spurði hann út í þetta og hann sagði að þetta væri meira og minna allt kjaftæði, og kom svo heim með útprentuð blöð af kjarasamningum.
Þar stendur t.d. að launaflokkur fer eftir fæðingarári, og að mánaðarlaun 17 ára séu MINNST 95% af byrjunarlaunum 18 ára (reiknaði út og minnir að þetta hafi verið í kringum 140 þús á mánuði, allavega eru lágmarkslaun 17 ára 865 krónur á tímann)

Núna fyrir nokkrum dögum fór ég svo að tala við hana aftur, það samtal fór einhvernvegin svona:
“Yo, ertu búin að komast að því hvað ég á að fá í laun?”
“Nei, ekki ennþá, ég þarf að hringja í Eflingu og kíkja á það”
“Arrite, vinsamlegast drífðu í því samt”

Á þessum tímapunkti var ég með öll blöðin í töskunni minni en ákvað að vera ekkert að sýna henni þau, langaði líka að sjá hvort hún myndi síðan ljúga að mér.

Í dag talaði ég svo við hana aftur, það samtal fór svona:
“Yo, ertu búin að tala við eflingu?”
“Já, en við í fyrirtækinu viljum ekki fylgja þeim launakröfum”
“…………….. Hvað viljiði þá gera?”
“Okkur finnst það bara vera of hátt, þú átt þá að fá hvað, tæpan 900 kall á tímann? Við viljum bara ekki bjóða svo hátt”
“Hvað ert þú þá að hugsa?”
“Við reiknuðum út 750 krónur á tímann”
“750 krónur á tímann er rosalega lágt, það er undir lágmarkslaunum”
“Já, en við viljum ekki borga svona ungum og óreyndum starfsmönnum meira. Ef þú getur ekki sætt þig við þetta, þá höfum við litla samleið og samstarfi okkar þar með lokið. Ef þú hættir get ég borgað löglega það sem þú ert búinn að vinna hingað til, en ef þú vilt vinna lengur þá verðurðu að sætta þig við okkar laun”
“…..
ókei, ég veit ekki hvort ég geti sætt mig við 750 krónur á tímann, það er rosalega lágt. Ég meina, bæjarvinnan í kópavogi borgar 17 ára 950 krónur á tímann”

Man ekki alveg hvernig restin af samtalinu fór, en hún svaraði að bæjarvinnan fengi styrki og fór svo að tala um að ríkið væri algjörlega að kaffæra minni fyrirtækjum og e-ð shit. Ég bað hana svo um að íhuga málið; tala við verkefnastjóra sem ég er búinn að vinna með og svoleiðis og komast svo að samkomulagi á föstudaginn í sambandi við laun.

750 krónur á tímann? Án djóks? LÁGMARKSlaun eru 850, lágmarks, ekki góð laun heldur fokking lágmarks. Má hún setja mig í þessa stöðu, láta mig sættast á laun sem eru undir löglegu tímakaupi og reka mig ef ég sætti mig ekki við það?
Ég er búinn að tala við nokkra í vinnunni og hef fengið að heyra að hún getur verið sjúklega mikill gyðingur í sambandi við launamál.

Myndi fara í eflingu og tala við þá, en einhverjum bjána datt í hug að hafa það opið alla virka daga frá 8-16, þegar vinnandi fólk er þúst, að vinna.