Já halló
Heyriði, ég hef verið að lesa mér mikið til á bodybuilding.com í nokkra mánuði og er núna byrjaður að taka heilsunni frekar alvarlega.
Er 16 ára KK
176cm
63kg (er actually með ansi mikla fitu í kringum miðsvæðið þó ég sé svona léttur, ætli ég sé ekki þá bara svona aumur í þokkabót :D)

Fer í ræktina 3 sinnum í viku og er að byrja að taka 3 daga Hiit með og hef þá 1 offday .
S.s: Mánudagur: Ræktin
Þriðjudagur: Hiit
Miðvikudagur: Ræktin
Fimmtudagur: hiit
Föstudagur: Ræktin
Laugardagur: hiit
Sunnudagur: OFF

Er virkinlega kominn með nóg af því að vera búttaður, hef verið það síðan ég var 13 ára og er kominn með upp í kok svo tók mataræðið mitt í gegn og væri vel til í ráð frá ykkur ef þið hafið einhver.
Takið samt tillit til þess að ég er í skóla og get því aðeins tekið með viss mikið nesti til að háma í mig yfir daginn.

En hérna basic dagur hjá mér:

Morgunmatur: Oatmeal með rúsínum og ein skeið af 100% whey protein ef ég hef ekki tíma til að steikja mér eggjahvítur.

Máltíð 2(í skólanum): banani/mandarínur eða epli , ein skyrdós eða hleðsla.

Hádegismatur(skólanum): Salatbarinn í hagkaup, stundum subway(mikið af grænmeti), ef ekkert af þessu þá er ég líklega með ávexti eða skyr í nesti.

(ef langur tími er hér á milli fæ ég mér eitthvað svipað og í máltíð 2)

Máltið 4(eftir skóla): Tvær hrökkbrauðskífur með kotasælu,kjúklingaáleggi,tómötum og gúrku(Off day) og á þeim dögum sem ég fer í ræktina fæ ég mér
banana og skyr.is dollu/Hleðslu.

Post-workout(strax eftir): Ein skeið 100% whey protein (24g) í vatni.


Kvöldmatur: Það sem foreldrarnir elda, reyni að troða eins mikið af grænmeti með og ég get, annars ef óhollt er í matinn fær maður sér bara eitthvað
holt sjálfur svo sem : Salat með nóg af túnfiski.

kvöldsnarl (ekki alltaf): banani eða einhver ávöxtur.


Aðalega vill ég ráðleggingar um hvað ég get bætt í mataræðinu,
ATH að ég er að “cutta” og er því aðaláherslan á fitubrennslu :)

Takk fyrir og afsakið lengdina