En hvað var það sem var svona nauðsynlegt að eyða milljónum í að kenna þessum mönnum? Ég veit að svona öryggisnámskeið erlendis, þá sérstaklega í Bandaríkjunum, eru alls ekki ódýr. Mér finnst þessum milljónum illa varið, og þá er vægt til orða tekið. Það að ætla að fara að spreða meiri peningum í varnir gegn ímynduðum óvinum (sbr. varnarsamning við Noreg), svo ég tali nú ekki um í “stríðið gegn hryðjuverkum”, er hinsvegar hrein heimska.