Reyndar ættu kannabisefni að vera flokkuð sem væg vímuefni. Þau valda afar sjaldan fíkn, þó að neysla þeirra geti þróast út í ávana. Þau eru því ávanabindandi efni, ekki fíkniefni. Til samanburðar er áfengi vímuefni, fíkniefni og ávanabindandi efni. Nikótín hinsvegar er fíkniefni og ávanabindandi efni, en veldur lítilli vímu.