Mér þykir alltaf jafn sorglegt að horfa upp á hversu erfitt fólk á með að fyrirgefa. Morð er hryllilegur glæpur, en jafnvel sá sem fremur svo stóran glæp á að eiga rétt á yfirbót. Maðurinn eyddi ellefu árum í fangelsi, því sem mér sýnist nálgast meðal-aldur margra þeirra sem hafa svarað hér að ofan, og hefur morð á sakaskrá sinni. Það takmarkar möguleika hans mikið nú þegar, afhverju að bæta frekar á þá byrði sem hann ber? Ég tek ofan fyrir systurinni fyrir að bera ekki hatur í brjósti...