Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hátíðisdagar norna

í Dulspeki fyrir 21 árum
Það er planið :) Er að setja inn nýtt efni jafnt og þétt… smá í dag, smá á morgun…. er líka að bíða eftir efninu frá öllum hinum sem lofuðu því :)

Re: Verfæri norna

í Dulspeki fyrir 21 árum
Frábær grein, má ég setja hana á Wicca.is?

Re: Nornaskóli á netinu

í Dulspeki fyrir 21 árum
Sammála, þetta er ágætis síða. Hef tekið kúrsana þarna sjálf og þeir eru ágætir. Frekar litlir en samt mjög góðir til að byrja á að skoða þetta.<br><br>Kveðja, Snæugla <a href="http://wicca.is">wicca.is</a> The light at the end of the tunnel might be an oncomming Dragon

Re: Að vera næmur eða ekki.

í Dulspeki fyrir 21 árum
Ég þekki það sem þú ert að tala um mjög vel, vel gæti verið að þú þurfir að vinna með jöfnun orkustöðvanna eða bara vernd eða hreinsun. Sendu mér póst ef þú vilt, við skulum spjalla :)

Re: Wicca, námskeið, vefur, og pælingar

í Dulspeki fyrir 21 árum
Ég kem á fundinn í kvöld þannig að þá getið þið spurt eins og þið viljið, ef þið verðið þar :)

Re: Kynning á göldrum

í Dulspeki fyrir 21 árum
Jújú, en hún hét ekki Wicca þá. Wicca er nafnið á nýrri hreyfingu sem endurvekur gömlu trúnna, þannig er hún “ný trú”

Re: Kristnir cults?

í Dulspeki fyrir 21 árum
:)

Re: hjálp.. finnst mér vera deyja

í Dulspeki fyrir 21 árum
Sæl kæra vinkona, Ég ætla að taka undir með þér með það að vona að enginn finni hjá sér einhverja þörf til að fara að grínast með ótta annarra. Ég held að þetta sem þú ert að lýsa gæti mjög líklega verið eitt af fjórum atriðum: 1. Kvíðaköst, þau geta stundum lýst sér svona, 2. Oföndun, lausnin við því er að fá sér einfaldlega brúnan pappírspoka og anda í hann þar til málið lagast 3. Flog 4. Eitthvað andlegt Mín ráðlegging er þessi: farðu til heimilislæknisins þíns og segðu honum frá þessu,...

Re: A Christian Speaks

í Dulspeki fyrir 21 árum
Held hann hafi frekar verið að reyna að sýna þeim fundamentalísku, aðra leið til að sjá málin, flestir Wiccan hafa ekkert við þetta að athuga, þar sem þeir telja alla guði og allar gyðjur vera mismunandi birtingamyndir af Guðinum og Gyðjunni sem eru síðan tvær hliðar á hinu Eina. En þetta er samt góður punktur hjá þér…

Re: Trúir þú á fylgjur???

í Dulspeki fyrir 21 árum
Nei kæri vinur, mér fanst bara tónninn og, orðalagið og algjörlega órökstudda setningin “mér finnst fáránlegt að trúa á ”fylgjur“ ” barnalegt. Mér finst fáránlegt að kjósa sjálfstæðisflokkinn, en það gerir ekki alla þá sem gera það að fíflu. Og sama hvernig þú reynir að snúa því, þá er erfitt að sjá svar þitt sem fullorðinslegt. Og fullyrðingin “mús í hnipri hefur örugglega verið steinn eða þú ert hálf blindur eða blindfull eða að neyta eiturlyfja ” var ekki sett upp sem vinsamleg tillaga...

Re: Trúir þú á fylgjur???

í Dulspeki fyrir 21 árum
Ég myndi ekki segja að þú værir þröngsýnn (barnalegur kanski en ekki þröngsýnn, forsenda þröngsýni er að hafa skoðun á málinu) en dónalegur ertu og ókurteis. Þú þekkir þann sem skrifaði bréfið ekki neitt og gefur samt í skyn að skrifarinn sé “hálf blindur eða blindfull eða að neyta eiturlyfja”. Gaman verður að sjá gáfulega reiða svarið þitt hér á eftir. Ég vona bara að það verði örlítið þroskaðra en það fyrra. <br><br>Kveðja, Snæugla The light at the end of the tunnel might be an oncomming Dragon

Re: Trú og ekki trú

í Dulspeki fyrir 21 árum
Sæl saramh, gaman að heyra unga stúlku spá í þessu. Það var einmitt þessi skortur á upplýsingum sem truflaði mig. Ég mæli með því að þú leitir þér upplýsinga um kristni og önnur trúarbrögð á netinu og skoðir hvort þú ert í raun og veru kristinn. Að leitinni lokinni ertu þá í góðri aðstöðu til að ákveða hvort að þú vilt fermast eða ekki. Þú getur líka valið borgaralega fermingu ef þú færð ekki niðurstöðu og þannig skilið alla möguleika eftir opna. ( hvað ertu annars gömul?)<br><br>Kveðja,...

Re: Wicca námskeið

í Dulspeki fyrir 21 árum
Skemmtilegt að þú skyldir spyrja, búið er að setja upp heimasíðuna Wicca.is, en ennþá á eftir að setja upp efnið. Kíktu reglulega, ég ætla að kippa því í liðinn fljótlega.

Re: Trú

í Dulspeki fyrir 21 árum
en þeir sjá ekki alla liti, til dæmis ekki rautt og grænt ef ég man rétt, en ég vona að myndlíkingin hafi samt komist til skila.

Re: Kynning á göldrum

í Dulspeki fyrir 21 árum
Málið er bara að það er svo margt sem “var” galdrar, sem “er” vísindi núna og það er það sem reynt er að benda á hér. Ef það sem “er” óútskýranlegt núna verður senna sannað, verður það kallað vísindi, rétt eins og efnafræði, jurtafræði, stjarnfræði, dáleiðsla og svo margt annað. Vísindaheimurinn hefur hvorki áhuga, né fjármagn til að standa í þeim stóru rannsóknum sem til þarf, en margar af þeim rannsóknum sem til eru styðja það sem hér er nefnt, til dæmis hafa verið gerðar rannsóknir á...

Re: Trú

í Dulspeki fyrir 21 árum
Kæri/a techno, Það er nú svo margt sem er bara í höfðinu og hægt að fara langt með þá pælingu. Tökum sem dæmi litblinda, frá sama sjónarhól og þú skrifar gætu þeir haldið því fram að þeir litir sem við sjáum en ekki þeir séu bara “all in our head”….. Þótt til séu hlutir sem þú skynjar sem óveruleika þýðir ekki að þeir séu ekki til. Enn er til fólk sem hefur aðra skynjun t.d. á þróunnarkenningunni og svo framvegis. Fyrir rétt rúmlega fimmtíu árum voru rafsegulbylgjur taldar ímyndaðar. Það er...

Re: Trú

í Dulspeki fyrir 21 árum
Skemmtileg pæling, þótt hún falli ekki allveg að mínum reynsluheimi. En samt gaman að heyra frá sjálfstæðum hugsuði…. Keep the good stuff comming )O(

Re: Wicca námskeið

í Dulspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Æi, þú ert alltof sæt. Takk Andrea mín, gott að heyra að þér finnst svona gaman.

Re: Tilgáta um lífiðá jörðinni

í Dulspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Geypilega frumleg pæling, þarf að melta þetta smá :) BTW GLEÐILEGT SUMAR !!!!!!!!!!!

Re: hvert fer ég ef ég dey?

í Dulspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sæl, Ofboðslega hlýtur að vera leiðinlegt að setja inn alvarlega pælingu/spurningu hérna inn og fá bara skítkast, útúrsnúninga og röfl sem svar, eða allavegana að meirihluta. Ég ætla að reyna að svara spurningunum þínum frá eigin sannfæringu. Þetta er bara það sem mér finnst. Vonandi kemur það þér að gagni. Varðandi bílslysið: Ef hjónin voru að flýta sér er mögulega einhver sök hjá þeim. Drengurinn er í mínum huga sekari samt, því allir vita að það er ekki gáfulegt að drekka og keyra og...

Re: Kynningarnámskeið á grunnatriðum Wicca

í Dulspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sæl Dísa, Það besta sem þú getur gert til að byrja með er að halda áfram að skoða á netinu og svona, en ég mæli með einni bók fyrir alla byrjendur, hún heitir Wicca: a guide for the solitary practitioner og er eftir Scott Cunningham. Þetta er létt og þægileg byrjendabók, sem fer nógu djúpt í allt. Svo er þér velkomið að senda mér póst á póstfangið hér fyrir ofan og spurja mig um hvað sem er, ég skal svara eftir bestu getu og ef ég get ekki svarað þá ætti ég að geta vísað þér á einhvern sem...

Kostnaðarsundurliðun.

í Dulspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sæl, Ég sé að þið eruð meðal annars að spá í verðinu. Ég hef sett upp hérna fyrir neðan kostnaðarsundurliðun til að útskýra málið. Ég setti kostnaðinn í lágmark, reiknaði mér lágmarks tímakaup og bætti síðan við kostnaði. Ég hef alvarlegar efasemdir um að ég komi út í gróða enda var það ekki ætlunin. Þeir sem ekki hafa efni á að mæta verða bara að bíða þar til það breytist. Ég er því miður ekki þannig stödd að ég geti gefið vinnu mína við þetta námskeið. Kostnaðar sundurliðun: Miðað við 5...

Re: Kynningarnámskeið á grunnatriðum Wicca

í Dulspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sæl/Sæll mumumum Fyrirspurnir og skráningar sendist á Snaeugla@itn.is

Re: Kynningarnámskeið á grunnatriðum Wicca

í Dulspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sendu mér tölvupóst á snaeugla@itn.is til að skrá þig :) Hlakka til að heyra frá þér :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok