Kæru meðhugar :)

Eins og þið vitið hef ég verið að halda námskeið í Wicca undanfarið, og þótt ég segi sjálf frá, hefur bara tekist vel til, þótt ég verði að taka fram að án besta hóps sem heyrst hefur um hefði líklega ekki verið eins gaman. Við fórum í öll helstu frumatriði trúarinnar, verkleg og hugmyndafræðileg og einnig var mikið rætt um heima og geima.

Á meðan á námskeiðinu stóð heyrði ég frá mörgum sem höfðu hug á að vera með á næsta námskeiði sem ég er að undirbúa núna. Ég auglýsi hér með eftir því að áhugasamir sendi mér póst á snaeugla@itn.is og um leið og nógu margir eru búnir að skrá sig fer ég af stað :)

Ég hef hugsað mér að hafa námskeiðið líka á bréfaformi, en finst persónulega skemmtilegra að hitta þá sem eru á námskeiðinu, held að það komi betur út fyrir alla.

Einnig hef ég fengið mörg bréf frá fólki sem er illa statt landfræðilega til að mæta og fyrir það fólk er ég með tilboð. Útvegið nógu marga til að standa undir ferðakostnaði og slíku ég skal mæta með námskeiðið í helgarformi ;)

Einnig hef ég stofnað heimasíðuna Wicca.is og þótt lítið sé á henni núna, stendur það allt til bóta. Endilega kíkið og sendið mér póst.

Ég set hér inn auglýsinguna fyrir námskeiðið aftur, en tímasetning kemur í ljós eftir því sem ég fæ fleirri þáttakendur.

Grunnatriði Wicca

Farið verður í öll helstu grunnatriði fyrir byrjendur og áhugasama. Meðal þess sem fjallað verður um:

Helsta speki og uppruni Wicca
Guðinn og Gyðjan
Frumöflin og höfuðáttirnar
Jurtir, olíur, reykelsi, kertagaldur
Táknfræði og tenging við kristni
Uppbygging athafna
Hvað er magick, hvað er magick ekki
Einfaldir kertagaldrar
Verkfærin - athame, sproti, jurtir, pentacle, bikar ofl.
Hátíðisdagar og árshjólið
Ræktun sjálfsins
Innvígsla
Sveimir/einstaklingsiðkun
Andleg verndun
Framhald

Og margt, margt fleirra

Frekari upplýsingar í tölvupóst snaeugla@itn.is