Ok ég hef eina spurningu. Þannig er það að ég bara veit ekki hvort ég trúi á guð.Eiginlega finnst mér skrítið að það gæti verið einhver einn almáttugur. Samt hjálpar það mér stundum að trúa á hann en ég vil ekki vera skráð í einhverja kirkju sem segir að ég aðhyllist þeirri trú.

Ég og nokkrar vinkonur mínar erum soldið í þessu dulræna en erum að reyna að passa okkur því við erum svo ungar. Mamma einnar er skyggn og þótt hún banni okkur ekki að vera í því þá segir hún að við eigum að vara okkur. Svo hef ég nokkrar sögur sem snerta mig og þær sem hafa sannfært mig um að draugar séu til.

Ég veit ekki hvort ég trúi þessu ,,Guð skapaði Adam og Evu,, dót þótt ég trúi samt á eitthvað. Ég trúi því að það er einhver ,,Guð,, í kringum okkur en að hann hafi skapað heiminn það efast ég um. Samt trúi ég líka á Jesú en það er bara einhvernveginn hvernig trúin er (mjög erfitt að útskýra) Það er bara sagt Ef þú trúir á Guð þá verðurðu að trúa því að hann skapaði heiminn og mannaeskjurnar.

Ég aðhyllist meira svona vísindatrú trú á Guð en samt trú á það að menn séu komnir af öpum og að heimurinn varð til í sprengingu eða eitthvað svoleiðis. Þannig að ef ég fermi mig, þá er ég að ferma mig til ákveðnar trúar sem ég treysti ekki alveg.

Hvað finnst ykkur?
Computer says no