Mig langar til að þakka Snæuglu fyrir wicca námskeiðið sem hún er að halda. þetta námskeið er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og fræðandi.
Við erum ekki mörg á námskeiðinu en þetta er þéttur og skemmtilegur hópur. það er ekki bara verið að kenna okkur heldur erum við að skiptast á skoðunum og kenna hvort öðru!
ég persónulega er búin að vera að stunda wicca af og til í 3 ár. það er fyrst núna sem ég hef haft tíma til að einbeita mér og læra eins mikið og ég get um wicca.
þetta námskeið er búið að koma mér í kynni við marga aðra sem eru með svipaðar lífsskoðanir og ég og ég er mjög ánægð með hversu hópurinn er opinn og fordómalaus! en auvitað á það við um flesta wicca!!!
til ykkar sem voruð að kvarta yfir verðinu, þá verð ég að segja að þessum peningum er vel varið. fyrir litlar 6500 krónur fékk ég tækifæri til að víkka sjóndeildarhring minn umtalsvert, ég kynntist yndislegum manneskjum sem ég held örugglega sambandi við og ég komst í betri snertingu við mig sjálfa í gegnum wicca. Og ég lærði eitthvað.

ef ykkur finnst 6500 kr. mikið fyrir námskeið sem er 4-6 kvöld og yfirleitt um 3 klukkutímar þá eru þið ekki tilbúin í þennan þroska. þið eruð ekki búin að ákveða að wicca sé fyrir ykkur. 6500 kr. nægir ekki fyrir gallabuxum, 6500 er 8 sinnum í bíó (venjuleg mynd er 90 mín, wicca kvöldið er 180 mín þannig að þetta er eins og 4 sinnum í bíó miðað við tíma), 6500 er 3 pizzur og kók með. 6500 er ekki mikill peningur í dag.

mér fannst ómaklega að snæuglu vegið fyrir að láta þetta námskeið kosta 6500 kr. og vill bara segja ykkur sem eruð fastheldin á ykkar krónur…… þetta er vel þess virði.

Andrea
“Of course, just because we've heard a spine-chilling, blood-curdling scream