Kynningarnámskeið á grunnatriðum Wicca Sæl og blessuð öllsömul. Ég hef ekki tjáð mig mikð hér á síðum Huga en er þó virkur lesandi þess sem hér er skrifað. Ég hef stundað Wicca í þónokkurn tíma og hef undanfarið fengið mikið af fyrirspurnum varðandi þessi trúabrögð frá fólki sem hefur áhuga á að skoða þau nánar, annað hvort sem grunn að iðkun eða af almennum áhuga. Nokkrir af þessum aðilum hafa beðið mig um að halda námskeið um grunnatriðin í hugmyndafræðinni og helstu frumatriði iðkunnarinnar. Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að láta verða af þessu og hef samið námskeið upp úr ýmsum heimildum sem ég ætla að halda í Apríl eða Maí.

Hér á eftir fylgir auglýsing um námskeiðið. Ekki hefur ennþá verið fullákveðið hvenær, hvar eða hve mörg skipti námskeiðið verður, það á að mótast af áhuga og þáttakendum.

Námskeið í grunnatriðum Wicca

Farið verður í öll helstu grunnatriði fyrir byrjendur og áhugasama. Meðal þess sem fjallað verður um:

Helsta speki og uppruni Wicca
Guðinn og Gyðjan
Frumöflin og höfuðáttirnar
Uppbygging athafna
Einfaldir kertagaldrar
Verkfærin - athame, sproti, jurtir, pentacle, bikar ofl.
Ræktun sjálfsins
Innvígsla
Sveimir/einstaklingsiðkun
Andleg verndun
Og margt, margt fleirra

Frekari upplýsingar í síma 845-6525 eftir klukkan 17 virka daga eða um helgar, eða með tölvupóst snaeugla@itn.is