Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Stephen King (4 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hef verið mikill aðdáandi Kings allt frá því að ég las The Shining þegar ég var 11 ára (úhhhú ég þorði varla í bað í margar vikur á eftir) og er búin að lesa allt sem til er eftir hann á bókasafninu. Nær allar bækurnar hans eru yfir 500 bls. á lengd og eru vægast sagt mjög góð afþreying. Ég get þó ekki sagt að þetta sé mikil bókmenntasnilld hjá kallinum, því eftir því sem ég les fleiri bækur eftir hann sé ég stílinn hans betur og betur og hvaða formúlur hann notar til að byggja upp...

Meiri bensínsvik (?) (5 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Mig minnir að í síðustu viku hafi verið svaka bensínstríð í gangi og Orkan og ÓB hafi keppst við að hafa sem lægst verð. 91.4 krónur kostaði þá bensínlítrinn þegar hann varð sem lægstur. Auðvitað varð maður hæstánægður með þetta og ég hélt að loksins væri komið eitthvað vit í þetta bensínverð. DV tók meira að segja viðtal við xxx í Shell held ég (man ekki nafnið) og átti hann að eiga heiðurinn af því að byrja þetta bensínverðstríð. jájá húrra fyrir honum. En núna, tveim dögum eftir viðtalið...

Hve mikils virði er ein kisa? (18 álit)

í Kettir fyrir 23 árum
Ég er mikill kattavinur og á þrjár sætar kisur, tvö högna og eina læðu. Þær fá allar að fara út og hafa ekki lent í neinu slysi þangað til í gær. Þá lenti einn högninn minn (hann heitir Gummi) í því að það var keyrt á hann :´( Greyið náði þó einhvern veginn að komast heim og lá í sófanum þegar við vöknuðum. Það sást ekkert utan á honum, en hann hagaði sér undarlega og þegar við skoðuðum hann gat hann ekki stigið í aðra afturlöppina. Við brunuðum því til dýralæknis og þá kom í ljós að hann...

Hvernig var svo á Enemy at the Gates? (11 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum
Ég sá að það var búið að birta eina grein um þessa mynd en höfundurinn var ekki búinn að fara á hana. Nú, ég fór á forsýninguna síðasta föstudag (þennan langa) og hér kemur mitt álit. Á heildina litið var þetta fín mynd, en hún minnti mig á allar hinar stríðsmyndirnar sem Hollywood hefur gert á síðustu árum, sérstaklega Saving Private Ryan. Þá meina ég að bardagaatriðin voru lík. Soldið splatter og kvikmyndatakan bergmálaði soldið Ryan gamla. En semsagt, þá fjallar myndin um Vassili Zaitsev...

Like father, like son? (4 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jesús var að labba um bæinn einn daginn og hitti þá gamlan mann og fór að spjalla við hann. “Jæja vinur minn”, sagði Jesús, “hvað hefur þú afrekað á ævi þinni”? “O svosem ekkert merkilegt”, sagði sá gamli. “Ég var bara fátækur tresmiður. Það eina sem ég er stoltur af er sonur minn. Tilkoma hans í heiminn var algert kraftaverk, og hann öðlaðist heimsfrægð og er dáður af fjölmörgum.” Jesús horfði stjarfur á gamla manninn í smá stund, faðmaði hann svo að sér, felldi tár og sagði “Pabbi, pabbi!”...

MORFÍS ætti að fá meiri athygli (6 álit)

í Skóli fyrir 23 árum, 1 mánuði
Allir sem hafa farið á ræðukeppnina MORFÍS vita að hún getur verið ógeðslega skemmtileg og er undantekningarlaust vel þess virði að fara á (það finnst mér allavega). Nú spyr ég: er MORFÍS útvarpað á einhverri rás hérna eða er eitthvað fjallað um hana í fjölmiðlum? Ef henni er útvarpað, endilega segið mér hvað rás gerir það, en ef henni er engin athygli veitt spyr ég aftur : Afhverju hafa fjölmiðlar engan áhuga á MORFíS? Mér fyndist þær mun skemmtilegri en t.d. Alþingisumræðurnar sem...

Æðri tilvera eða bara heilastarfsemi? (12 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég var að lesa bókina Kortlagning hugans eftir Ritu Carter. Hún fjallar um heilann, hvaða hlutar hans stjórna hverju (t.d. hvar er talið að meðvitundin sé, hvar verða geðshræringar, hvar geymast minningar o.s.frv.), og hvernig heilaskemmdir hafa áhrif á hegðun fólks. T.d. eru margir morðingjar á dauðadeild með rýrnað ennisblað (þar býr meðal annars “samviskan”) og enn skrítnara dæmi er að fólk sem er með rofin hvelatengsl (búið að skera á tenginguna milli heilahvelanna) þjáist oft af...

Forsjárhyggjuþingmenn og hnefaleikafrumvarpið (30 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þessi grein er soldið skyld greininni um ólympíska hnefaleika, með nokkrum frávikum. Ég var nefnilega að fylgjast með Alþingisumræðunum í gær og það sem sumir þingmennirnir létu frá sér fara, ÚFFFF… Í fyrsta lagi gerðu andstæðingar frumvarpsins ekkert nema að rugla saman ólympískum hnefaleikum og atvinnumannaboxi. Þetta er EKKI NÆRRI ÞVÍ það sama! Alla vega hef ég séð miiikinn mun á boxinu á Sýn og því sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Auk þess hafa meðmælendur frumvarpsins sagt það margoft...

Supercondensed books (2 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Skoðið þennan link, hann er snilld. Hér hafa nokkrir vitringar safnað saman bókum og “þjappað” þeim þannig að maður fær aðalatriði hennar og getur þannig lesið margar bækur á örskömmum tíma :D www.rinkworks.com/bookaminute Nokkur dæmi: JURASSIC PARK John Hammond: I made some dinosaurs. Come see. All: Wow! That's amazing! Dennis Nedry: I'm mean and stupid. Hoo ha ha. (The dinosaurs ESCAPE, and they eat all the BAD people. The GOOD people ESCAPE, but it is CLOSE.) Dr. Alan Grant: Dr. Ellie...

Draumabíllinn grrrr.. (12 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ef þið eigið gran turismo leikinn þá hafiði örugglega tekið eftir TVR bílunum. Allavega gerði ég það og mér finnst þeir GEGGJAÐIR! Fyrir þá sem ekki vita eru þeir framleiddir í Bretlandi og þetta eru einir hraðskreiðustu fjöldaframleiddu bílar í heimi. Ég sendi hér mynd af TVR Tuscan, en það eru líka til Griffith, Chimaera, Cerbera, Tuscan R og Tamora. Þessir tveir síðastnefndu eru þeir nýjustu á markaðnum. Fyrir þá sem vilja skoða farið á www.tvr-eng.co.uk Tuscan er settur saman “manually”...

jólaskap verður ekki keypt (20 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
ég var ekki viss um hvar þessi grein ætti að fara, en þetta er ekki verri staður en hver annar.. Í dag sá ég svolítið ÖMURLEGT í Levi´s búðinni á Laugaveginum. Í gluggaútstillingunni var engill (úr pappa) sem leit niðurávið og sagði eitthvað á þessa leið : “Verið óhræddir því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð. Levi´s í alla pakka!!” Við að sjá þetta hræðilega auglýsingabragð fékk ég æluna upp í háls. Eru jólin orðin að einu allsherjarkaupæði þar sem enginn getur verið hamingjusamur nema að...

hvar fást ódýr föt?? (17 álit)

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Halló, mig langar að vita hvort þið vitið hvar maður fái einhver mjööööög ódýr föt? Þá er ég að meina ódýrari en Hagkaup. Er ekki einhver fatasala í Rauða krossinum eða Hjálpræðishernum??? Plís sendið mér einhver svör ef þið vitið eitthvað um þetta. P.S. Ég veit um Kolaportið, en er til fleira? Refu

Sótthreinsað umhverfi er ekki gott (7 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef oft lesið í blöðunum að astmi og ofnæmi verði sífellt meira vandamál hjá börnum og líklega er þetta því að kenna að börnin búi í allt of sótthreinsuðu umhverfi. Auðvitað vilja flestir foreldrar passa að börnin sín veikist ekki og auglýsingar um um bakteríudrepandi vörur eru sífellt dynjandi á okkur. En ég held að krakkar VERÐI hreinlega að skíta sig svolítið út ef svo má að orði komast. Ónæmiskerfið þeirra nær ekkert að þroskast nógu vel ef ekkert reynir á það. Því ætti endilega að...

Smá um Ed Wood (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég sé að margir eru að tala um að hinar og þessar myndir séu þær verstu sem gerðar hafa verið og svo framvegis, en ég verð að segja að myndir eftir leikstjórann Ed Wood eru alveg ÖMURLEGAR! Ég meina You´ve Got Mail og Volcano ættu skilið Óskarinn og Gullpálmann og allt það ef þær væru settar í sama flokk og Ed Wood myndir. Ég hef reyndar bara séð Plan 9 from Outer Space og Bride of the Monster en þær voru rosalegar, sérstaklega Plan 9. Hér eru nokkur dæmi: -UFO-arnir voru heimatilbúnir...

Skyldi okkar guð ná að sigra þessa lotu? (8 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Flest öll stríð hafa sínar rætur að sækja í trúna, þetta vitum við. T.d. Norður Írland og allt í kringum Hitler (það snerist bara um kristna trú, dálítið snúna, en samt) tala nú ekki um allt sem gerðist fyrir Krist. Við skulum aðeins stíga útfyrir þennan heim. Þar sitja guðir. nei sjáiði Buddha, og þarna er Allah. Þeir sitja í kringum eitthvað sem líkist jörðinni. þeir eru að spila n.k. skák með trúna sem “hliðar ”(Eins og svart og hvítt í skáki)“ og eru að reyna að sigra hina með því að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok