Ég hef oft lesið í blöðunum að astmi og ofnæmi verði sífellt
meira vandamál hjá börnum og líklega er þetta því að kenna
að börnin búi í allt of sótthreinsuðu umhverfi. Auðvitað vilja
flestir foreldrar passa að börnin sín veikist ekki og auglýsingar
um um bakteríudrepandi vörur eru sífellt dynjandi á okkur. En
ég held að krakkar VERÐI hreinlega að skíta sig svolítið út ef
svo má að orði komast. Ónæmiskerfið þeirra nær ekkert að
þroskast nógu vel ef ekkert reynir á það. Því ætti endilega að
leyfa krökkum að vera eins mikið úti og hægt er um leið og
þau fá aldur til að leika sér sjálf (undir eftirliti samt, auðvitað),
kannski koma þeim líka upp í sveit ef möguleiki gefst á því.

Einnig þarf maður ekki svo mikið á bakteríudrepandi vörum að
halda, líkaminn er nú ansi harður af sér. Það má alveg
slappa meira af og hætta að láta eins og heimilið sé eitthvað
sjúkrahús sem verður að vera sótthreinsað á alla kanta.

Við skulum bara henda gemlingunum út í sandkassa og leyfa
þeim að japla á smá sandi. Það gerir krakkana bara
hraustari :)
Refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil