Allir sem hafa farið á ræðukeppnina MORFÍS vita að hún getur verið ógeðslega skemmtileg og er undantekningarlaust vel þess virði að fara á (það finnst mér allavega). Nú spyr ég: er MORFÍS útvarpað á einhverri rás hérna eða er eitthvað fjallað um hana í fjölmiðlum? Ef henni er útvarpað, endilega segið mér hvað rás gerir það, en ef henni er engin athygli veitt spyr ég aftur : Afhverju hafa fjölmiðlar engan áhuga á MORFíS? Mér fyndist þær mun skemmtilegri en t.d. Alþingisumræðurnar sem Sjónvarpið hefur mikið dálæti á og ég held að margir vilji horfa á skólana takast á eða a.m.k. hlusta á ræðurnar og “rifrildin”. Gettu Betur er greinilega afar vinsælt og MORFÍS yrði ekkert öðruvísi.
Ég vil semsagt MORFÍS í útvarp og/eða sjónvarp núna!
refur

P.S. ef það kemur svo í ljós að morfís kappræðunum er útvarpað hætti ég strax þessu væli og dreg undanfarin orð mín til baka :)
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil