Draumabíllinn     grrrr.. Ef þið eigið gran turismo leikinn þá hafiði örugglega tekið eftir TVR bílunum. Allavega gerði ég það og mér finnst þeir GEGGJAÐIR! Fyrir þá sem ekki vita eru þeir framleiddir í Bretlandi og þetta eru einir hraðskreiðustu fjöldaframleiddu bílar í heimi. Ég sendi hér mynd af TVR Tuscan, en það eru líka til Griffith, Chimaera, Cerbera, Tuscan R og Tamora. Þessir tveir síðastnefndu eru þeir nýjustu á markaðnum.

Fyrir þá sem vilja skoða farið á www.tvr-eng.co.uk

Tuscan er settur saman “manually” og því miður er biðlistinn eftir honum 2 ár. Gallinn við hann (þó mér finnist þetta ekki mikill galli svosem) er að öryggið er ekki alveg í hávegum haft. T.d. eru engir loftpúðar í bílnum og ekkert ABS. Þessvegna er mjög erfitt að keyra hann, og þarf að gæta sín mjög vel á bensíngjöfinni ( togið er það mikið að hann tekur Lamborghini Diablo og BMW Z8 í rass…)

í lokin er smá statistík

vélin er 4 lítrar og 380 hö@7000 snún.
togið er 330 ft. pund@5750 snún.
þyngd 1100kg

0-100 km á 4.0 sek
0-160 km á 9.2 sek

Verðið? 48390 pund eða bara rúmar 5 millur sem er ekki neitt fyrir svona græju
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil