Þessi grein er soldið skyld greininni um ólympíska hnefaleika, með nokkrum frávikum. Ég var nefnilega að fylgjast með Alþingisumræðunum í gær og það sem sumir þingmennirnir létu frá sér fara, ÚFFFF…

Í fyrsta lagi gerðu andstæðingar frumvarpsins ekkert nema að rugla saman ólympískum hnefaleikum og atvinnumannaboxi. Þetta er EKKI NÆRRI ÞVÍ það sama! Alla vega hef ég séð miiikinn mun á boxinu á Sýn og því sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Auk þess hafa meðmælendur frumvarpsins sagt það margoft að þeir hafi engan áhuga á að lögleiða atvinnumannahnefaleika.

Í öðru lagi létu andmælendurnir eins og ólympískir hnefaleikar væru bara barsmíðar á saklausum einstaklingum. hemm hemm… það er ekki eins og boxararnir fari út á götu,dragi einhverja gamla konu í hringinn og buffa hana svo og fái stigin út á það. Keppendurnir eru BÁÐIR í þessu af fúsum og frjálsum vilja! Þeir vita að andstæðingurinn vilji koma höggi á þá.

Í þriðja lagi fannst mér allt of mikið gert úr meiðslum í íþróttinni. Það er rétt að hægt er að meiðast í ólympískum hnefaleikum, og örugglega auðveldar heldur en í mörgum öðrum íþróttum, en þetta er nú gallinn við flestar íþróttir. Maður getur meiðst í þeim öllum (jafnvel möguleiki á því að detta af stólnum þegar maður spilar skák!

En það sem hneykslaði mig mest var að andmælendurnir virtust ekki bera neitt traust til þeirra sem vildu iðka þessa íþrótt. Til dæmis Kolbrún Halldórsdóttir. Hún sagði meira að segja eitthvað á þessa leið: “ég treysti ekki fólkinu til að fara eftir þeim reglum sem verða settar varðandi þessa íþrótt.” Arrrrhggggghhh…. hausinn á mér sprakk næstum því af mér, ég varð svo brjáluð! Vilja þessir þingmenn ekki bara fylgjast með okkur 24/7 og SEGJA okkur nákvæmlega hvernig við eigum að haga okkur. Taka þeir ekki neitt tillit til sjálfstæðis einstaklingsins, eða bera þeir nákvæmlega EKKERT traust til okkar???
Ég vil EKKI að Kolbrún eða aðrir þingmenn hagi sér eins og Stóramamma yfir mér.
Ég vona innilega að þetta frumvarp verði samþykkt.
Refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil