Ég hef verið mikill aðdáandi Kings allt frá því að ég las The Shining þegar ég var 11 ára (úhhhú ég þorði varla í bað í margar vikur á eftir) og er búin að lesa allt sem til er eftir hann á bókasafninu. Nær allar bækurnar hans eru yfir 500 bls. á lengd og eru vægast sagt mjög góð afþreying. Ég get þó ekki sagt að þetta sé mikil bókmenntasnilld hjá kallinum, því eftir því sem ég les fleiri bækur eftir hann sé ég stílinn hans betur og betur og hvaða formúlur hann notar til að byggja upp spennuna og valda hryllingi(allt helv. bókmenntafræðinni í HÍ að kenna!)
Eeeeen mér er samt nokk sama því söguþráðurinn heldur manni föngnum og ímyndunaraflið hjá King er ótrúlegt. Skrítið að hann sé ekki geðveikur miðað við allan horrorinn sem hann kann að spinna. Bækur Kings ná alltaf metsölulistunum þegar þær koma út í USA og ekki er ég hissa. Allir ættu að lesa að minnsta kosti eina Stephen King bók.
refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil