Mig minnir að í síðustu viku hafi verið svaka bensínstríð í gangi og Orkan og ÓB hafi keppst við að hafa sem lægst verð. 91.4 krónur kostaði þá bensínlítrinn þegar hann varð sem lægstur. Auðvitað varð maður hæstánægður með þetta og ég hélt að loksins væri komið eitthvað vit í þetta bensínverð. DV tók meira að segja viðtal við xxx í Shell held ég (man ekki nafnið) og átti hann að eiga heiðurinn af því að byrja þetta bensínverðstríð. jájá húrra fyrir honum.

En núna, tveim dögum eftir viðtalið er Orkan komin með verðið upp í 98.3 kr.! semsagt 7 krónu hækkun….
Hva, gáfust þeir bara upp? er stríðið búið? eða var þetta allt saman plat? Olíufélögin og fjölmiðlar hefðu frekar átt að kalla þetta tilboðsviku á bensíni en ekki verðstríð.

AF HVERJU ákváðu þeir allt í einu að hækka sig svona svakalega? Mér sem fannst þeir vera komnir á svo gott ról. Mér finnst ég finna einhverja samráðslykt af þessu.

Ég veit að krónan er mjög veik eins og stendur, ríkið tekur 70% af allri bensínsölu, olíuverðið er hátt og allt það. En ég er samt ekki sátt! Ég er farin út að kaupa mér hjól.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil