Ef þér líður illa, þá er einmitt málið að hreyfa sig. :) Verður öll miklu ferskari, líður betur, kynlífið batnar (þá vill kærastinn kannski eyða ennþá meiri tíma með þér? hehe), allt viðhorf verður jákvæðara… Eða bara einhver tilbreyting? Prófaðu að fylgja svona ‘instincti’ einhverju, ekki alltaf kvíða því að afleiðingarnar verði vondar. Prófaðu að labba nýjar leiðir þangað sem þú ferð reglulega. Talaðu við ókunnugt fólk. Taktu skyndiákvarðanir í málum sem skipta litlu máli, og fylgdu þeim...