Hæhæ, ég er búinn að vera að skoða myndválar í sumar og ætla að fá mér einhverja góða í haust og langar að vita hverju þið mælið með.
Ég var eiginlega búinn að ákveða að fá mér Olympus E400, hún er mjög nett en samt mjög góð byrjenda vél, mig langar eiginlega ekki í Canon, vegna þess að ég var búinn að ákveða að fá mér Olympus var ég ekkert að skoða aðrar vélar en Nikon heillar mig smá, sérstaklega vegna þess að frændi minn fer til BNA í haust og ég get beðið hann um að kaupa vél fyrir mig þar.

Vegna þessa að hann er að fara ákvað ég að leyfa mér að skoða dýrari vélar, hannn keypti sér t.d. einhverja Nikon vél á 60 þúsund úti sem kostar 130 þús. hér.

Hverju mælið þið með að ég skoði?. mig langar bara í einhverja góða vél sem ég get átt lengi :)

Takk