Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ááánægð! (35 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Fyrir rúmlega mánuði bilaði tölvan mín. Ég var að vírusskanna hana í safe mode, skrapp út og keypti mér eina með öllu nema hráum, kom til baka og þá var hún bara dauð. Ég skoðaði þetta, og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri líklegast straumbreytirinn (en þetta er fartölva. Keypt í júlí). Ég hef átt tölvu þar sem að móðurborðið dó, og ég hef verið með tölvu þar sem aflgjafinn dó. Og þetta var bara einhvernveginn öðruvísi. Daginn eftir sendi ég mömmu mína með hana fyrir mig í viðgerð, af...

b2evolution (9 álit)

í Blogg fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hefur einhver prófað það? Ég er nýkomin með það, en verð að segja að ég er að fýla það í botn! Svo finnst mér persónulega það vera stór kostur að maður þarf að vera með eigin hýsingu fyrir það, það er eitthvað svo miklu persónulegra! Svo finnst mér “Blog A” “Blog B” fítusinn æðislegur! Ég er til dæmis með Blog A sem “Stuff” og Blog B er um síðuna sem ég er að vinna að. Forsíðan hefur svo allt. Linkur En já, er einhver með reynslu af þessu?

Greinar (0 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
C'mon, allir, verið duglegri að senda greinar í greinaátakið!! Ég er forvitin og mig langar að vera stalker fyrir hvert eitt og einasta ykkar!

Eigin mistmaker! (6 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Kærastinn minn er búinn að vera í fríi undanfarna daga, og er eitthvað búinn að vera bara að dunda sér heima á meðan ég er í vinnunni. Hann tók glæra skál, sem er með hringlaga botni og síðan “veggjum” sem koma beint upp. Eins og sívalningur sem er búið að skera ofan af. Það voru gulllitaðir og gráir steinar í því, síðan við vorum með einhverja gamla skreytingu. Hann setti vatn og grænt litarefni fyrir vatn í. Svo tók hann mist-tækið úr mistmakernum, og kom fyrir á botninum. Tók stál...

Útsala (6 álit)

í Hokkí fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki hvort þið vitið af þessu, en það er geðveik útsala á hokkídóti í intersport :) Hún er held ég búin að vera í einhvern tíma, en mestallt dótið þar er á 50% afslætti.

Besta jólagjöfin (9 álit)

í Hátíðir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jæja börnin góð Hver er besta jólagjöfin sem þið hafið fengið? Hver gaf ykkur? Eða er þetta kannski ljót spurning?

Nýtt tattoo (18 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Vildi bara deila með ykkur að ég var að fá tíma í nýtt tattoo :D Það er reyndar ekki fyrr en 15.des, en ég get ekki beðið :) Hver veit nema ég plati hann Búra til að gata augabrúnina mína í leiðinni :D

Íbúðirnar sem ég hef búið í (5 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ó, þetta þjála nafn. Kapítuli 1 - æskuárin á Patreksfirði Þegar ég var lítil hnáta, bjó ég i bæ einum er nefnist Patreksfjörður. Á þeim tíma var þetta um 1000 manna bær, við sjóinn. Húsið mitt var með ölduniðinn í garðinum, en lóðin endaði einmitt við hafið. Þess vegna urðu allar rúður á húsinu hvítar af salti þegar það var mikið rok. Ég átti þar mitt eigið herbergi, með ljósrofa við rimlarúmið. Það var ógeðslega töff. Svo voru rólur í garðinum, og þvottasnúra. Ég man nú ekkert voðalega...

Nýtt greinaátak! (1 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
*Lúðrahljómar* Já! Þið lásuð rétt! Nýtt greinaátak! Að þessu sinni er það “Íbúðir sem ég hef búið í”. Okay, ekki beint þjálasti titill, en mér datt ekkert betra nafn í hug yfir þetta. Þú ætlar að skrifa um allar þær íbúðir sem þú hefur búið í. Nema þær séu alveg hrikalega margar og þú manst ekki allt, þá geturu skrifað kannski um 3-4 þeirra. Ég er ekkert að biðja um alveg hrikalega nákvæma lýsingu, en greinin má alls ekki vera of stutt. En ekki er öll von úti! Þær greinar sem eru of stuttar...

Orðasafn! (120 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Smá leikur :) Nú ætla ég að setja hérna lista yfir nokkur orð / frasa. Þið ætlið að safna þeim á eins mörgum tungumálum og hægt er! og setja í svar hérna. Þetta væri gaman, og við gætum öll lært eitthvað þarna :D svo þegar við erum komin með ágætt safn getum við búið til stóran lista. Hérna eru orðin: ~~~~~~~~ Góðan dag Gott kvöld Góða nótt Hæ Ég heiti Ég á heima Ég er (x) ára gamall / gömul Hvað heitir þú? Hvar býrð þú? Hvað ertu gamall / gömul? Bless ~~~~~~~~ Verið svo dugleg :D og ef þið...

Hvernig finnst þér danska? (0 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum

Hvernig (28 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hvernig lærið þið tungumálin sem þið kunnið? Lærið þið þau í skólanum (geri nú ráð fyrir að einhverjir svari því játandi), af vinum, á netinu, af diskum eða bókum á eigin spýtur?

Göt og atvinnulíf (31 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hafið þið lent í einhverjum fordómum útaf götum á andliti? Mig langar svo hrikalega mikið að fá mér gat í augabrúnina, en ég má það ekki útaf vinnunni. Ég vinn hjá ríkinu, og verð alltaf að vera í fínum fötum og eitthvað rugl. Fyrsta daginn eftir að ég fékk mér tattoo vissu allir það þarna, það var víst voða shockerandi. Ég er að vinna út árið, byrja svo í skóla. Jú, ég gæti fengið mér gat þá, en ég ætla að sækja um þarna aftur í sumar :S svo ég veit ekki alveg hvað ég á að gera.. En segið...

Hugmynd að baki húðflúra (38 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þið sem eruð með tattoo eða eruð á leiðinni að fá ykkur.. Hvernig fáið þið hugmyndina að mynd? Fáið þið ykkur hvað sem ykkur dettur í hug, eða verður að vera eitthvað *sterkt* að baki? Hvað hugsið þið ykkur lengi um? Væri ykkur sama þó að tugir aðrir á íslandi séu með eins tattoo og þið, eða viljið þið eitthvað einstakt? Bara smá pælingar hér á ferð :)

Hversu mörg? (32 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Úff, þetta er svo tómt, ég verð að setja eitthvað… Hversu mörg tattoo eruð þið með? Hversu stór (sirka, ég er ekki að biðja um nákvæmar tölur :p ) eru þau?

Akureyri (11 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þetta ætti nú örugglega að fara á /ferdalog, en ég held að það fari enginn þangað… Veit einhver um góða, ódýra gistingu á Akureyri? Hafið þið gist á einhverjum stað þar sem þið mælið með?

Smáauglýsingar (0 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég vil bara minna ykkur á smáauglýsingakorkinn hér að neðan. Að mínu mati er hann mjög vanmetinn, ég held að ef að fleiri tækju eftir honum væri það pjúra snilld. Ef þið eigið borð, stóla, hillur, grill, örbylgjuofn eða eitthvað sem þið viljið losna við, eða ef ykkur vantar eitthvað, hendið því þangað ;) Vil einnig minna fólk á, svona í leiðinni, að setja korka í rétta flokka. Kv. Moli0

Vantar ísskáp (0 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Mig vantar ísskáp. Hann þarf að vera í kringum 170cm, og með rúmgóðu frystihólfi. Til greina kemur að setja 85cm ísskáp m/ litlu frystihólfi uppí. Verðhugmyndir óskast í einkaskilaboðum :) Kv. Moli

Jól (6 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jújú, þetta passar svosem líka á /jol, en ég held þetta megi alveg eins vera hérna líka ;) Hvernig er skreytt fyrir jólin hjá ykkur? Fáið þið sem búið hjá foreldrum eitthvað að ráða um hvernig það er utan herbergis ykkar? Þetta eru fyrstu jólin mín sem ég bý ekki hjá mömmu og pabba. Síðustu jólum eyddi ég þó erlendis, án þeirra. Foreldrar mínir setja seríur í flesta glugga. Þau eiga mikið af alls konar gömlu dóti, sem þau hengja útum allt. Svo er auðvitað jólatré :) Og já, aðventuljós í...

Aight, október tölur! (1 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
*Eitt stórt klapp* 65. sæti. Betra en síðasta mánuð :) 15216 flettingar, með 0.26% flettinga á huga. Vorum í 74. sæti í september, og höfum augljóslega bætt okkur. Ég er stolt af ykkur :) Keep it up!

Útsölur (8 álit)

í Hátíðir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Veit einhver hvort það séu ennþá einhverjar útsölur í gangi á jóladótinu hérna á Reykjavíkursvæðinu? Málið er að ég er nýflutt í eigin íbúð, og þetta eru fyrstu jólin okkar ein. Ég á eina fjólubláa jólakúlu, og það telur allt skrautið okkar. Við ætluðum að kíkja í blómaval í gær, en ég er slösuð og má ekki gera neitt um helgina :( Þannig að ef þið vitið um eitthvað sem verður eitthvað áfram, endilega plís látið mig vita :) Kv. Moli0

Borðar þú skötu á Þorláksmessu? (0 álit)

í Hátíðir fyrir 17 árum, 5 mánuðum

Verkstæði (17 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Góðan daginn. Ég er með eitt stykki þverflautu í fórum mér, sem þarfnast viðgerðar. Nokkrir klappar á henni eru fastir og vilja bara engan vegin losna. Ég næ ekki í Tríólu í gegnum síma, en þeir löguðu eitt af klarinettunum mínum á sínum tíma og allt gekk eins og í sögu. Vitið þið um fleiri verkstæði / búðir sem gætu hjálpað mér? Flautan var keypt í Tónastöðinni, teljið þið líklegt að þeir geti hjálpað? Ég er búin að prófa að fikta pínu í skrúfunum með ponkulitlu skrúfjárni (sem ég fékk...

Hálsbólga :( (11 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Oooj ég er að drepast úr hálsbólgu!! Ég vinn hjá stóru fyrirtæki, og er í símanum mestallan daginn. Það er ógeðslga sárt að reyna að tala! Það er eins og það sé búið að stinga nál í aðra hliðina á hálsinu mínum. Kona sem er að vinna með mér segir að þetta gæti verið Streptakokkar (rétt skrifað?), sem að sökkar. Ég hef ekki tíma til að vera veik núna >_< Svo er ég með hósta, og klæjar í annað eyrað sem er undir headsettinu á símanum. Joy!

Skautarnir mínir (2 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég er búin að setja þetta á /hokki, en það er ekki beint virkt áhugamál. Þar sem það liggur á þessu, ákvað ég að gerast svo bíræfin að setja þetta hér líka. Ég á jofa hokkískauta sem ég keypti fyrir nokkrum árum. Einn daginn kom að því að einhver andskotinn helltist á þá, og ég ákvað að þvo reimarnar. Örfáum dögum síðar flutti ég í annað hús, og reimarnar virðast hafa týnst. Og eins og þið vitið væntanlega, er það ekki gott. Ég er búin að hringja í Útilíf, þar sem ég keypti þá, en þeir selja...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok