Kærastinn minn er búinn að vera í fríi undanfarna daga, og er eitthvað búinn að vera bara að dunda sér heima á meðan ég er í vinnunni.

Hann tók glæra skál, sem er með hringlaga botni og síðan “veggjum” sem koma beint upp. Eins og sívalningur sem er búið að skera ofan af. Það voru gulllitaðir og gráir steinar í því, síðan við vorum með einhverja gamla skreytingu. Hann setti vatn og grænt litarefni fyrir vatn í.

Svo tók hann mist-tækið úr mistmakernum, og kom fyrir á botninum. Tók stál kertatjaka, sem er með pláss fyrir 4 sprittkerti, sem er eins og hringstigi. Svo tók hann lítið módel af kastala sem stendur ofaná kletti (skraut úr gömlu fiskabúri) við hliðiná mist-vélinni.

Svo eigum við tvo lampa. Ljósið sjálft er á litlum palli einskonar, sirka 2 cm hátt. Svo koma kúlur ofaná, en þær eru lausar. Hann tók kúlurnar af, og setti þær undir skálina og ýtti steinunum frá, þannig að ljósið skín í gegn.


Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu betur… en þetta er ótrúlega flott :D Ég sendi kannski mynd af þessu fljótlega ;) Svo erum við að pæla í að kaupa fleiri mist-tæki seinna, í fleiri litum og stærðum.