Hafið þið lent í einhverjum fordómum útaf götum á andliti?

Mig langar svo hrikalega mikið að fá mér gat í augabrúnina, en ég má það ekki útaf vinnunni. Ég vinn hjá ríkinu, og verð alltaf að vera í fínum fötum og eitthvað rugl. Fyrsta daginn eftir að ég fékk mér tattoo vissu allir það þarna, það var víst voða shockerandi.

Ég er að vinna út árið, byrja svo í skóla. Jú, ég gæti fengið mér gat þá, en ég ætla að sækja um þarna aftur í sumar :S svo ég veit ekki alveg hvað ég á að gera..

En segið mér, hafið þið lent í einhverju svona? Gatið sem ég er með efst í eyranu sleppur, af því að það er oftast hár yfir því ..