Ég er búin að setja þetta á /hokki, en það er ekki beint virkt áhugamál. Þar sem það liggur á þessu, ákvað ég að gerast svo bíræfin að setja þetta hér líka.

Ég á jofa hokkískauta sem ég keypti fyrir nokkrum árum. Einn daginn kom að því að einhver andskotinn helltist á þá, og ég ákvað að þvo reimarnar. Örfáum dögum síðar flutti ég í annað hús, og reimarnar virðast hafa týnst. Og eins og þið vitið væntanlega, er það ekki gott.

Ég er búin að hringja í Útilíf, þar sem ég keypti þá, en þeir selja ekki reimar sem passa. Intersport og Litla hokkíbúðin svara mér ekki. Ég á ekki bíl, og vil helst sleppa við það að þurfa að flakka á strætó út um allt nema ég viti að búðin eigi reimar í skautana mína.

Vitið þið um fleiri búðir sem gætu hjálpað mér? Einhver benti mér á skósmiði, en eru þeir líklegir til að eiga svona reimar? Eru þær ekki flatari en flestar reimar, auk þess að vera lengri? Ég er búin að prófa google ;)

Það liggur ponku á þessu :(

Kveðja,
Moli0