Í hverju voru Ferrari brautryðjendur? Ferrari er stofnað eftir seinna stríð og er því ekki nema 55 ára í dag ef ég man rétt. Double Wishbone fjöðrun er algeng undir sportbílum og það er ekki samskonar double wishbone í NSX og í nútíma F1 bíl. Það er líka double wishbone t.d. í Mazda MX-5, Mazda RX-7, Mazda RX-8, allri TVR línunni, Lotus Elan (1961!) svo örfá dæmi séu nefnd. Heimsmetið hjá Honda entist ekki í marga mánuði því að Caterham setti á markaðinn R500 bílinn sinn ekki löngu á eftir...