Ég hef eytt miklum tima i að íhuga og skoða hinar ýmsu gerðir sportbíla og mér þykir margt athyglisvert i þvi sambandi. T.D. það að porche( vonandi rétt stafað hjá mér) er sagður með mjög lága bilanatíðni allavega eldri gerðirnar ( skárra væri það nú líka fyrir þennann pening sem hann kostar) en aftur á móti ferrari eigendur þyrftu helst að eiga 2 bila (annan til vara sko þvi hinn er aldrei í lagi) En ég endurtek þetta er bara þær upplýsingar sem ég hef lesið í hinum ýmsu bílablöðum. Mig langar að benda á eitt sem er svolitið athyglisvert. Dodge Viper er ameriskur sportbill sem að ferrari og porshe aðdáendur líta sennilega ekki á sem bíl miðað við hina tvo en ég er nú á öðru máli. Það dýrasta er nefnilega ekki alltaf það besta sko. Ég vil taka það framm að ég er enginn sérstakur aðdáandi Dodge vildi bara taka hann sem dæmi því flestir hér inni þekkja þennan bíl geri ég ráð fyrir. Það er sem ég kemmst næst engar tækninýungar í þessum bíl´ vélin er risastór v laga staðsett frammí bilnum og það er gamaldags heil afturhásing undir honum. Sem sagt þrautreyndur búnaður sem hægt er að stóla á. Svona bílar eru í eðli sýnu ekkert annað en leiktæki og þá komum við að kjarna málsins. Fyrir mitt leiti þá er þetta alveg jafnskemmtilegt leiktæki og hvaða ferrari sem er (tek það framm aftur að ég miða við þær greinar sem ég hef lesið, hef ekki ekið ferrari, porshe, eða viper bilum) Ég verð auðvitað að sýna frammá einhver rök ekki satt. O.k. Viperinn er að gera alveg það sama og margfalt dýrari ferrari gerir, það er kannski þegar komið er á lokaðar kappakstursbrautir að einhverjir eiginleikar koma framm hjá ferrari sem ekki er hægt að finna i umferð og á venjulegum götum. Eflaust hefur hann sitthvað frammyfir Viperinn í innréttingu og ýmsum frágangi á hinu og þessu en hann er jú lika margfalt dýrari en ég leyfi mér að fullyrða að hann er ekki endingarbetri en Viperinn. Sem sagt sem leiktæki þá eru þeir bara að skila þvi sama, en sem stöðutákn þá skaltu velja ferrari og þú skalt lika borga ómældar milljónir bara fyrir það eitt og sér. Ég lít porshe reyndar svolitið öðrum augum, hann virðist hafa sannað sig sem mjög endingargóður og traustur bíll í gegnum tíðina og er mun nær því að vera almennings eign (allavega sumar týpur af honum) heldur en ferrari. Spurningin er hvað ertu að fá fyrir það sem þú borgar og hvernig geturðu notað það. Hversvegna er ferrari svona dýr. Hann bilar(bilar mikið) það hefur reynslan sýnt og það sem eftir stendur er eftirfarandi. Það er einfaldlega verið að höfða til milljónera sem hafa ekki hundsvit á bílum en kaupa ferrari út á stöðutáknið. Ég las einmitt skemmtilega grein þar sem kannanir sýndu þetta og til gamans má geta þess að það eru fjölmargir gamlir porshe bílar i fullri notkun í U.S.A. en sára fáir ferrari og skíringin ku vera sú að ferrari bílarnir eru úr sér gengnir. Fyrir mig og ég geri ráð fyrir flesta hér inni þá gerir (tek sem dæmi BMW þvi allir þekkja þá bila) mun meira fyrir mig heldur en að ferrari gæti nokkurntima gert (nema þá helst að láta stelpurnar falla í yfirlið) en það væri þá út af bílnum en ekki mér. Ég get notað BMW bilin i allt sem ég þarf og notað hann alltaf þegar ég vil en það þurfa að vera alveg áhveðin skilirði fyrir notkun á ferrari hér á landi allavega. Hættum að horfa með stjörnur i augunum á það sem er svo ekkert betra en það sem við höfum oft á tiðum allavega. Er örugglega búinn að gera marga brjálaða með þessari grein en þetta er bara það sem mér finnst miðað við hvað svona bilar kosta. takk fyrir mig. SIGGIANDRI.