Þó hann hafi komið fram 1947 var hann hannaður fyrr. Það má vera að það hafi verið eftir WWII en Kalashnikov hannaði hann, segir sagan a.m.k., á sjúkrabeði eftir að særast í WWII. Hvað sem er rétt í því máli er þetta ansi nógu nálægt athugasemd minni um uppruna vopnsins og sú staðreynd stendur eftir að vopn af líkri gerð voru notuð í WWII. Rétt skal rétt vera en hverju sem kann að skeika þá kastar það ekki rýrð á röksemdafærsluna.