Sæl öll.

Mig datt í hug að henda inn smá stúf hér út af radarvörum. Þannig er mál með vexti að ég rakst á grein um radarvara hjá umferðarráði (http://www.umferd.is/utvarp/pistlar/P011217.htm). Því miður er þessi pistill umferðarráðs til að staðfesta þá trú manns að þar vinni veruleikafyrrt fólk sem átti sig ekki í neinu á aðstæðum hér á landi eða hvernig umferðin gengur fyrir sig nú á dögum.
Í pistlinum er fjallað um ógeðfelldar auglýsingar á radarvörum sem pistlahöfundur vill meina að séu drápstól. Mér finnst það nú full djúpt í árina tekið….

Hann setur dæmið upp eftirfarandi að allir sem kaupi radarvara stuðli að lögbrotum, ekki nóg með það heldur hljóti allir sem kaupi radarvara að vera sama um líf og limi náungans og kaupa tækið beinlínis til að aka eins hratt og bíllinn kemst. Hvílík fyrra! Það eina sem á sér einhverja stoð í þessu er að radarvarar eru til þess að forðast sektir fyrir of hraðan akstur með því að láta eiganda hans vita þegar lögreglan er nálægt og hann hægi því á sér. Ég spyr því? Tilhvers eru hraðahindranir? Eru þær til að stuðla að lögbrotum líka, eða eru þær ekki til að tryggja að fólk aki á sem lægstum hraða á tilteknum stöðum og í raun virka þær því svipað og radarvarinn…. Ef allir ækju á löglegum hraða, væri þá þörf á hraðahindrunum? Eða eru hraðahindranir til að fá fólk til að draga úr hraðanum niður fyrir löglegan hámarkshraða? Það gildir einu.

Umferðarráð mun verða að athlægi svo framarlega sem þar eru utangátta afturhaldsseggir sem gera ekki neitt nema að reka fáránlegan áróður gegn ökumönnum í stað þess að stuðla að bættri kennslu og þjálfun ökumanna (lesist sem “aksturssvæði”!) þannig umferðarmenningin batni.
Þetta batterí minnir í flestu á áfengisstúku eða sértrúarsöfnuð.

Þeir verða að gera sér grein fyrir því að umferðin mun ekki rúlla á flestum götum bæjarins nema að ekið sé yfir hámarkshraða. Við vitum að langflestir ökumenn aka yfir hámarkshraða t.d. á Miklubraut, Sæbraut, Kringlumýrarbraut og Vesturlandsvegi svo eitthvað sé nefnt. Þetta fólk er ekki að aka á brjálæðislegum hraða, það fylgir umferðarhraða en samt sem áður er það að brjóta lög. Flestum finnst það ósanngjarnt að lögreglan láti það viðgangast að umferðin rúlli yfir hámarkshraða en svo sé samt hægt að taka þig fyrir of hraðan akstur. Þessvegna kaupir fólk sér radarvara, til að forðast ósanngjarnar sektir. Það má deila um lögin, en fólk veit á sig sökina þegar það er tekið fyrir of hraðan akstur en það er ekki þar með sagt að fólki finnist það sanngjarnt. Ég trúi því ekki að nokkur maður kaupi sér radarvara beinlínis til að geta ekið á þeim hraða sem honum sýnist. Slíkt sýnir bara fákunnáttu á radarvörum og þar með talið fákunnáttu hjá pistlahöfundi umferðarráðs. Það er engin radarvari sem getur verndað þig alltaf, sérstaklega ekki ef ekið er á ofsahraða. Flestir vita að lögreglan “skýtur” á þig með radarbyssunni og nær þér þannig. Hinsvegar virka radarvara mjög vel í almennri umferð þar sem hann gefur merki þegar skotið er á bíl fyrir framan þig. Í umferð er fólk ekki að aka langt yfir hámarkshraða og ég er undrandi á því að maðurinn hjá umferðarráði hafi ekki kynnt sér þetta eða vitað það.

Ég fyrirbið mér svona greinar. Þetta er jafn fáránlegt og að saka bílaumboð sem selur sportbíla um að selja drápstæki.

Ég þori líka að veðja að umferðarráð kemur aldrei inn á vefsíður eins og þessa… það er vegna þess að þeir hafa engan áhuga á bílum eða umferð og akstri.

Og að lokum vil ég taka hattinn ofan fyurir lögreglunni sem beitir skynsemi sinni lang oftast við umferðareftirlit og hindrar ekki umferð á “eðlilegum” hraða þó svo hraðinn sé ekki alveg í samræmi við skiltamerkingarnar.