Pax Americana í Miðausturlöndum Eftir máttleysislega tilraun Evrópusambandsins til að stilla til friðar í Ísrael (þeir fengu ekki að hitta Arafat og ruku heim í fússi) hefur Bush haldið stefnuræðu þar hann gerir grein fyrir breyttum áherslum Bandaríkjastjórnar í málinu. Þó að hér sé ekki um grunvallarbreytingar að ræða er ljóst að nú verður mönnum stillt upp við vegg og við sjáum hverjir eru í raun og veru tilbúnir að friðmælast.

Meginatriði ræðunnar voru eftirfarandi:

Bush fordæmdi hryðjuverkamenn, þá sem skipuleggja sjálfsmorðsárásir og styðja þá. Hann hvatti palestínumenn og arabaríkin til þess að afneita þessari tegund hernaðar þar sem enginn friður mun fást með slíkum aðferðum.

“I call on the Palestinian people and the Palestinian Authority and our friends in the Arab world to join us in delivering a clear message to terrorists: Blowing yourself up does not help the Palestinian cause.
I expect better leadership, and I expect results.
To the contrary, suicide-bombing missions could well blow up the best and only hope for a Palestinian state.
All states must keep their promise, made in a vote in the United Nations, to actively oppose terror in all its forms. No nation can pick and choose its terrorist friends.”

Hann lýsti skilningi aðgerðum Ísraelshers undanfarna daga en tók þó af skarið með því að hvetja þá til þess að draga lið sitt til baka eins fljótt og auðið er.

“Israel faces hard choices of its own.
Consistent with the Mitchell plan, Israeli settlement activity in occupied territories must stop, and the occupation must end through withdrawal to secure and recognise boundaries consistent with United Nations Resolutions 242 and 338.
Israel should also show a respect - a respect for and concern about the dignity of the Palestinian people who are, and will be, their neighbours. It is crucial to distinguish between the terrorists and ordinary Palestinians seeking to provide for their own families.
The Israeli government should be compassionate at checkpoints and border crossings, sparing innocent Palestinians daily humiliation.
Israel should take immediate action to ease closures and allow peaceful people to go back to work.
I ask Israel to halt incursions into Palestinian-controlled areas and begin the withdrawal from those cities it has recently occupied.”

Þá setti hann Arafat ákveðna afarkosti þegar hann sagði að í kjölfar þess að Ísraelsher hverfi frá hernumdu svæðunum yrðu palestínumenn að berjast af krafti gegn hryðjuverkamönnum í sínum röðum.

“The chairman of the Palestinian Authority has not consistently opposed or confronted terrorists.
The situation in which he finds himself today is largely of his own making. He has missed his opportunities and thereby betrayed the hopes of the people he is supposed to lead.”

Ljóst er að hér er um að ræða kærkomna áherslubreytingu sem ráðgjafar forsetans hafa íhugað vandlega. Áhættan er nokkur, þar sem Bandaríkin hafa ekki gagnrýnt Ísrael á þennan hátt áður, en hér má þó sjá greinilega að stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja koma á friði á svæðinu. Ef Ísraelsmenn sjá hversu gott tækifæri þetta er munu þeir án efa draga lið sitt til baka á allra næstu dögum. Bandarískir diplómatar hafa örugglega gert stjórn sharons grein fyrir markmiði þeirra með þessari uppbyggilegu gagnrýni, og auk þess er öruggt að bæði Bush og Powell hafa hringt í Sharon (og ef til vill Peres) til þess að hvetja þá til þess að grípa tækifærið.

Í kjölfarið er það hlutverk Arafats að hindra og letja hryðjuverkaárásir á Ísrael. Hann fær þá lokatækifæri til að sýna hvort hann er maður friðar eða maður stríðs. Ef hann berst ekki af krafti gegn Hamas og leysir upp sínar eigin Al-Aqsa sveitir þá hefur hann fyrirgert friðartækifæri þjóðar sinnar í heild.

Bush mun senda Colin Powell til Ísrael í næstu viku og það er ekki ólíklegt að Ísraelar velji þann tíma til að draga lið sitt til baka til að sýna stuðning við þessar nýju tillögur.

Nú þegar Bandaríkin hafa tekið af skarið er von um varanlegan frið í miðausturlöndum, en aðeins ef gömlu refirnir Arafat og Sharon láta sannfærast. Ég verð að játa að ég hefði frekar viljað hafa Barak og Erakat í forsvari þjóðanna tveggja á næstu dögum, en mun samt vona það besta.
______________________________