Allt í lagi, gott. Hataðu hana þá, en í guðanna bænum ekki hata sjálfan þig. Það er allt í lagi að vera reiður, svo lengi sem þú hafir ástæðu fyrir því, og mér sýnist þú hafa nokkuð góða ástæðu. En ekki leyfa henni að eyðileggja þig og líf þitt. Ætlarðu að gera henni það til geðs? Hættu bara með þessar stelpu, segðu henni að þér líði svona og að þú getir ekki hitt hana lengur. Og ekki gugna! Ef að hún fer að öskra leyfðu henni þá að öskra og byrjaðu svo aftur, en mundu að vera rólegur.