Nine Inch Nails jæja núna er tunglið í beinni línu við plánetuna satúrnus,
og það þýðir hvað!?! ný plata með Nine Inch Nails! YAY!

eins og hver heilvita tónlistar phreak veit er að ný NiN plata
kemur út á 5 ára fresti, well… reyndar eru 6 ár frá
seinustu plötu hans The Fragile. sem var meistarverk, hey!
allar plöturnar hans eru meistaraverk, sumar bara betri
meistarverk en aðrar.

þó er þessi plata “With-A teeth-A” eins og hún er kölluð
(you'll get it when you listen to it) slakasta platan hans.

ef þú fílar meira mainstream rokk, og ert ekki Rivethead
eins og ég, þá áttu eftir að fíla hana eins og mad man. en
ekki misskilja mig, þessi plata er algjört meistaraverk að
öllu leiti! bara ekki eins mikið verk eins og t.d. TDS eða
PHM…

mjög langt review enda hef ég mikið að segja! jæja eigum við
að gera hið klassíska að fara yfir hvert lag fyrir sig, og
rífa þau í okkur eins og alvöru músík-Critic, let's go for it.

———————————————————————–
01. All the love in the world “10/10”

okei okei, frábært beat… vel samið lag, fíla það hvernig hann
klárar ekki vers-ið áður en en fer í chorus-inn, það er allveg rétt
að Postal Service eru bara happy útgáfa af NiN… og endirinn á
þessu lagi er hrein snilld! hvernig hann Voice-ar sjálfan sig. úff!
Why DO YOU GET ALL THE LOVE IN THE WORLD!!!AHHHH!!!!
———————————————————————–
ehm… 02. You Know What You Are? “9/10”

þarna þekki ég Trent Reznor, crazy trommutaktur og minnir mig mjög
á Broken EP plötuna hans, angry. og brutal.
———————————————————————–
03. The Collector “8,5/10”

í fyrstu líkaði mér alls ekki við þetta lag, erfitt að komast inní
það og það hjálpar ekki að fyrsta versið er ekki vel skrifað.
meistari Reznor að skrifa lélegan Texta?!?!?! maðurinn er E.A.Poe
endurfæddur, segi svona. allt annað við þetta lag er snilld, hvernig
lagið byggist upp að chorus-num og brotnar síðan niður í um 3. sek á
eftir og heldur síðan áfram. svona á að semja þau!
———————————————————————–
04. The Hand That Feeds “10/10”

komið að smáskífunni sem er að rokka útvarpsstöðvar. þetta er eitt
af þessum lögum sem ég bara get ekki fengið leið á! synth stefið í
seinni hluta lagsins er ummm… orgasmic! “jesus fucking christ” er
viðeigandi núna, þetta lag á að fjalla um hægri öfgasinna í BNA og
gerir það bara vel… myndbandið er mjög amateur og cool… hey ég
þarf ekki að skrifa meira um það. you have all heard it.
———————————————————————–
05. Love Is Not Enough “9,5/10”

klassískt! þetta lag er í felum innan um öll þessi snilldar lög þétt
lag og einstaklega vel samið og textinn hittir í mark.

“Hey, the closer we think we are
Well, it only got us so far
Now you got anything left to show?
No, no, I didn't think so
Hey, the sooner we realize
We cover ourselves with lies
But underneath we're not so tough
Oh, LOVE IS NOT ENOUGH!” þetta textabrot útskýrir rest.
————————————————————————
06. Every Day Is Exactly The Same “10/10”

úff ekkert nema þunglyndi, gott lag til að hlusta á þegar þú ert á
leiðinni í vinnuna, getur meira að segja raulað með, “very catchy”

Every day is exactly the same
There is no love here and there is no pain
Every day is exactly the same
————————————————————————
07. With Teeth “7/10”

hérna er lagið sem dregur þessa plötu niður… ekki gott lag.
fíla samt endan á því, minnir mann mjög á TDS tímabilið hans
distortion, layers og læti.
————————————————————————
08. Only “7,5/10”

þetta virðist vera uppáhaldslag allra, 80's synth lag fær mann til að
dansa, en ég er ekki allveg að fíla það finnst textinn ekki mjög góður
og bara confusing, en lagið sjálft very good… en samt 1 af 2 slakari
lögum á þessari plötu. mjög hár standard kominn þegar maður er á lagi 8.
hef heyrt að þetta eigi að vera næsti Single.
———————————————————————–
09. Getting Smaller “9,5/10”

frábært lag og það fyrsta sem ég heyrði af þessari plötu,
mjög líkt því sem er að ske í útvarpinu í dag. Indie Rock með Industrial
ívafi mjög útvarpsvænt og vænti ég þess að þetta lag verði single
og er endirinn einstaklega góður, hvað er með Trent Reznor og super
góða endir… reddið ykkur bara The Perfect Drug besti endir í geimi.
————————————————————————
10. Sunspots “9/10”

lag til að hlusta á í sólinni! þegar þú ert með byssu upp við gagnaugað
á þér. frábær chorus, mjög catchy lag, solid.
————————————————————————
11. The Line Begins to Blur “9,5/10”

versið minnir mann rosalega á Stoner Rock, eitthvað Kyuss, Unida dæmi.
og þegar lagið fer í chorus-inn verður það hjartnæmt og fallegt.
diztortion beat-ið mjög flott…
————————————————————————
12. besides you in time “7/10”

jæja hérna kemur það, það þarf alltaf að vera eitthvað svona sérstakt
lag á svona rosalegri plötu, og þetta er það. sándar eins og eitthvað
outtake af White Album með bítlunum, doldil sýra eða “óhefðbundið”.
og held ég að þetta lag mun ekki eldast jafn vel og hin lögin á þessari
plötu. mjög súrt en samt mjög flott.
————————————————————————-
13. Right Where It Belongs “10/10!”

eins og einhver gagnrýnandi sagði á undan mér, “lagið sem Johnny Cash
er að syngja í himnaríki” fallegt.
————————————————————————-

loka niðurstaða? kaupið þessa plötu. kaupið hana núna. ef þið kaupið bara
eina plötu á ári, kaupið þá þessa í ár. overall “9,9/10” missir 0,1 fyrir
chorus-inn í titillagi plötunar.

kveðja,
biggi (AKA bauhaus, Goth, NoMoreFaith)