Það var ein spurning sem mér fannst mjög skrítin á prófinu. Hún var einhvernvrgin svona: Í hvaða veðrahvolfi er hæsti tindur Himalayja fjalla.
A. Veðrahvolfinu
B. Heiðhvolfinu
C. Eitthvað annað(man ekkki)
D. Eitthvað annað(man ekki)

Veðrahvolf nær frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum (tropopause) en svo kallast efri mörk veðrahvolfsins. Veðrahvörfin liggja hæst í hitabeltinu, í um 20 km. hæð, en yfir pólunum aðeins í 8 km. hæð. Hæð veðrahvarfa yfir Íslandi er oft í um 10 km. hæð.

Þetta stendur á http://www.fsu.is/~ornosk/vedur/lofthjup/hvolf.html

Everest sem er hæsta fjall Himalayja er 8.848m hátt. Til þess að vita hvort tindur Everests nái upp í heiðhvolfið hlýtur maður að kunna einhverja formúlu eða eitthvað.

Sjálfur sagði ég veðrahvolfið.

Ef einhver getur leiðrétt mig endilega að gera það