Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

EstHerP
EstHerP Notandi frá fornöld 48 ára kvenmaður
1.698 stig
Kv. EstHer

Re: Um copy paste

í Tilveran fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Já en nú segir þú að birting á netinu sé tvímælalaust opinber birting, hvað þýðir það? Segjum að Halldór væri ennþá á lífi, og hann ætti heimasíðu sem Íslandsklukkan væri inná öll. Gæti ég t.d farið inn á síðu Halldórs og tekið copy af síðunni, birt á minni síðu og bara vitnað í hvaðan ég tók efnið. Þar sem birting á netinu er opinber birting? Eða er það ólöglegt! Sorry hvað ég er mikil ljóska með þetta, en á þessu spjalli sem þessi umræða er á er búið að vitna í helling af lögum tekið af...

Re: Hvað er að ykkur?

í Tilveran fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég er búin að skoða Huga í augnablik, bara rétt búin að renna yfir korkana á forsíðu og er nú þegar komin með hausverk!! Ég veit hverjum ég sendi reikninginn fyrir verkjalyfjunum ;) Þetta er algjör viðbjóður og í raun umhverfisslys. Burt með þetta…<br><br>Kv. EstHe

Re: LITURINN!!!

í Tilveran fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta er algjör vibbi!!! Burt með þetta.<br><br>Kv. EstHe

Re: Skráning og aftur skráning..

í Hundar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hvar ertu á landinu?<br><br>Kv. EstHe

Re: Sölukorkur

í Hugi fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég kom með þessa hugmynd fyrir nokkru og fékk eitthvað lítið um svör, en góð er hún samt :D<br><br>Kv. EstHe

Re: Hætt sem admin.

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
p.s ég vona að aðrir adminar taki mig til fyrirmyndar, á þessu áhugamáli er t.d adminar sem ekki hafa skráð sig inn síðan 3.des!! Ég kom nú inn að minnsta kosti daglega, en fannst ég samt ekki vera að leggja nóg að mörkum.<br><br>Kv. EstHe

Re: Heimsendir er í nánd

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
“Þú semsagt gerir ráð fyrir að allir Hollendingar reyki hass bara af því að það er löglegt?” Hehe nei, alveg eins og ég er fyrir löngu búin að setja í þvottavél, þetta var bara grín :D

Re: Hver er réttur spjallverja?

í Netið fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta snýst um gæludýraspjall, nánar tiltekið www.tjorvar.is og það sem Begga er að tala um eru greinar eftir hana sjálfa sem hún eyddi miklum tíma í að annað hvort að þýða eða semja. Ég skil vel að hún vilji ekki að hennar vinna sé á vef sem bannar hana, enda þegar hún skrifaði þær átti hún ekki von á að vera bannfærð. Mér finnst dónaskapur af stjórnendum þessa spjalls að vilja ekki eyða þessu, þeir eru i raun að eigna sér hennar efni og þar sem framkoma þeirra við hana er búin að vera...

Re: Ætli hann sé kvæntur?

í Rómantík fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég mundi nú hætta að mála skuggann á vegginn og hringja bara í gaurinn! Kannski finnst honum eins og þú hafir engan áhuga, enda þarf hann alltaf að hringja og sýna frumkvæðið? Held að nokkur símtöl til hans ættu að svara flestum þínum spurningum. Kv. EstHe

Re: Hver er réttur spjallverja?

í Netið fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Bessi. Má þá ekki segja hvaða spjall kemur svona fram við sína spjallverja? Það er enginn með tilefnislausar árasir á spjallið, eingöngu verið að segja sannleikan. Ég er t.d líka bönnuð á þessu sama spjalli, með Ip tölu bann og notendanafnsbann og hef verið það í marga mánuði. Eru engar reglur um hversu lengi má banna fólk eða að minnsta kosti þumaputtareglur sem vefstjórar fara eftir? Hvað með þá sem hýsa þessi spjöll, hafa þeir ekkert um málið að segja? Ég hef að vísu engan áhuga á að...

Re: Lóðarí

í Hundar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Gott merki um lóðarí er ef pjallan er rauð og þrútin, hinsvegar fer venjulega ekket framhjá manni ef tík er að lóða. Mín reynsla er að karlkynshundum fjölgi mjög í hverfinu hjá þér og þegar gamla tíkin mín lóðaði voru nokkrir sem ekki hreyfðu sig frá húsinu mínu í nokkra daga. Tíkin þín gæti verið að byrja að lóða en ef þetta er hundur af miðlugs stærð, ætti ekkert að fara framhjá þér þegar hún byrjar fyrir alvöru en hjá smáhundum er víst oft erfiðara að sjá. Þegar tík er að riðlast á öðrum...

Re: vanþakklæti

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þegar ég gef gjafir er ég að gefa þær því það gleður MIG að gefa, ekki til að fá svakalegt þakklæti. En svona er fólk nú mismunandi…. Kv. EstHe

Re: Heimsendir er í nánd

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hvenær nákvæmlega mun þessi spádómur rætast? Vil dagsetningu og nákvæman tíma, nenni nefnilega ekki að setja í þvottavélina og ef þetta er að gerast á næstu dögum hlýtur að sleppa að þvo… Annars fór ég strax að hugsa, Holland, spákona hass, grá ský, draumfarir og fékk út að lögleiðing á Íslandi er trúlega ekkert gott fyrirbæri, fjölgar bara vitleysingunum. Kv. EstHe

Re: Tík til gefins

í Hundar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það eru myndir á smáauglýsingum á hvuttar.net og smáauglýsingum á dýraríkisspjallinu ef fólk vill skoða.<br><br>Kv. EstHe

Re: Hagkaupsföt

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég hef nú bara margoft séð sömu föt í Hagkaup og þessum dýru tískuverslunum. Man að ég keypti einu sinni bol í fínni verslun á rúmlega 6000, stuttu seinna sá ég sama bol á 2499 í Hagkaup..frekar fúlt!

Re: Cod og Jólasteikin

í Hugi fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég hef sagt það áður og segði það enn, Cod áhugamál fær minn stuðning. Og við þá sem kalla það frekju að reyna aftur og aftur að sækjast eftir því sem maður vill, langar mig að benda á að öðruvísi gerist ekkert. Mér finnst JReykdal draga lappirnar í þessu máli og ég sem Huganotandi í mörg ár og admin á fjöldan öllum af áhugamálum, varð móðguð þegar ég las þau ummæli frá honum að það væru bara tveir aðilar sem væru að berjast fyrir þessu, hvað með mig t.d! Það hafa verið sett upp fjöldin...

Re: það er erfitt að vera foreldri.

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég held að þetta sé eitthvað sem þú verður að finna úr sjálf og það getur enginn sagt að annað sé eitthvað réttara. Það er kannski ágætt fyrir þig að setja upp lista með kostum og göllum og sjá hvað er meira af og hvað vegur meira, en það er held ég alveg sama hvað þú ákveður, þú munt alltaf hugsa til baka og efast um ákvörðun þína. En ég tel það vera hluta af því að eiga börn, við viljum alltaf gera okkar besta og erum ávallt að efast um að okkar besta sé nógu gott. Hamingjusamt barn er...

Re: Tvíkynhneigður......

í Rómantík fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vil taka fram að innlegg sem hafa ekkert fram að færa annað en fordóma og ljótar upphópanir verður umsvifalaust eytt og nú þegar er ég búin að eyða nokkrum. Það er að koma árið 2004, ég trúi ekki að Íslendingar séu margir hverjir fastir í moldarkofahugsun og bið ykkur um að halda neikvæðum skoðunum og fordómum fyrir ykkur. Annað! Þegar ég eyði innleggjum eyðist öll innlegg sem koma þarf fyrir neðan eða öll innlegg sem svara eyddu innleggi. Þetta er nokkuð sem ekki er hægt að stjórna og það...

Re: Vandamál !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

í Hundar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvernig hundur er þetta? Getur ekki verið að honum líði bara illa í húðinni ef hann er allur í hnútum? Auðvitað er erfitt að taka við þetta gömlum hundi og ætla að kenna honum, en það er hægt ef það er vilji fyrir hendi. Mæli með að þú byrjir á að koma honum á hundasnyrtistofu og svo þarftu auðvitað að taka á þessu kúka og pissadæmi, best er að setja hundinn út mjög ört og ef hann slysast til að míga úti að hrósa honum svakalega, þetta gamall hundur ætti að fatta það fljótt að hrós er...

Re: Jólamyndir

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er ótrúlega sein að svara, en skítt með það. Það eru flottar myndir á <a href="http://jolamjolk.is">http://jolamjolk.is</a><br><br>Kv. EstHe

Re: Julie og Dizzy

í Hundar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Takk takk, já þær voru sáttar í smástund með þetta, en ekki sjens að setja á þær jólasveinahúfur. Náði nokkrum góðum myndum af Julie einni, en Dizzy var nú ekki á því að láta mynda sig of mikið og það var eiginlega ótrúlegt að ég skuli hafa náð þessari af þeim saman, enda var mikið stuð á þeim og þær eru ekki þær þægustu að hlýða svona úti við. Þessi verður trúlega öðrumegin á jólakortinu, börnin svo hinun megin ;)<br><br>Kv. EstHe

Re: Beagle

í Hundar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég held að það sé nú ekki hægt að segja með neinni fullvissi hvort hundur sé erfiður á fyrstu vikunni og alls ekki hægt að sjá það á 11 vikna hvolpi. En gangi þér vel ;)<br><br>Kv. EstHe

Re: Sjaldséðir Fuglar á Íslandi

í Fuglar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég tók eina línu úr þessu og setti inn á google áður en ég samþykkti, eins og ég geri ef greinar eru “of” góðar. En það kom ekkert upp, þannig að ég samþykkti… viðurkenni að ég hefði átt að tékka á annari en við erum víst öll mennsk og gerum mistök…eða hvað HrannarM? Kv. EstHe

Re: Verum kröfuhörð í næstu kosningum.....

í Hundar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvað með fólk sem langar að eiga 5 hunda, á það eitthvað frekar að þurfa að borga? Og hvað með fólk sem á hunda sem fara aldrei neitt lausir? Hvað er það að borga fyrir?

Re: Verum kröfuhörð í næstu kosningum.....

í Hundar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“Og hvar færðu þær upplýsingar að ketir séu mestu smitberar í borginni??” Kettir meðal annars skíta í sandkassa hjá börnum og geta því smitað orma og allskonar viðbjóð í krakka. Popo bullar heilmikið en ég er henni sammála að það eigi að vera kattagjöld eins og hundagjöld, mikið af kattaeigendur komast upp með allt of mikið kærleysi! Það er t.d ekkert fylgst með því að kettir séu heilsufarskoðaðir eða að þeir séu ormhreinsaðir nema í þessu eina kattafélagi, mikið af fólki spáir ekki einu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok