Jæja þá er jólasteikinn runinin niður og klikkunin í vinnuni búin. Og þá hef ég loks tækifæri til þess að taka upp þráðin þar sem frá var horfið í að berjast fyrir CoD áhugamáli hér á huga. Fyrir þá sem ætla að segja mér að þetta sé 5 þráðurin um þetta mál þá svara ég bara strax, ég veit það!!. Svona upplýsingum verður bara að koma á framfæri og það þýðir ekkert að senda þetta á eldgamla korka. Máli mínu til stuðnins ætla ég að henda fram nokkrum upplýsingum frá gamespy sem monitorar servera, clanbase ladderum og svo auðvitað árlegum leikjaverðlaunum Gamespy. Byrjum á clanbase.

Clanbase upplýsingar 31. des. Hér gefur að líta upplýsingar úr ladder sem heitir clanbase (www.clanbase.com) ég tók bara stæðstu evrópuladderana í hverjum leik. CoD skítur BF og ET ref fyrir rass hér með fleirri active clön en báðir hinir leikirnir, og með næstum helmingi fleirri leiki á síðustu 30 dögum en BF. (411 á móti 209).

Call of Duty:
Clans 580
Active clans 184
Matches >30 days 411

Battlefield:
Clans 582
Active clans 155
Matches >30 days 209

Wolfenstein ET:
Clans 526
Active clans 174
Matches >30 days 272


Hér eru tölur frá serverum sem Gamespy (www.gamespy.com/stats /) fylgist með. Eins og sjá má þá stenst CoD fullkomlega samanburð við bæði Battlefield 1942 og Wolfenstein, en þeir leikir eiga einmitt báðir sér áhugamál hér á huga.

Gamespy stats kl: 07:40 31.Des

2. Battlefield 1942 2763 servers, 5725 players
3. Call of Duty 2236 servers, 4703 players
8. Wolfenstein: Enemy Territory 1704 servers, 3249 players

Gamespy stats kl: 08:40 31.Des
2. Battlefield 1942 2769 servers, 4957 players
3. Call of Duty 2242 servers, 4351 players
8. Wolfenstein: Enemy Territory 1702 servers, 3143 players

Auðvitað eru þetta ekki bestu upplýsingarar um servera gamespy því þær eru teknar á stuttu tímabili. En fólk getur líka farið á www.gamespy.com/stats þegar það er að skoða þennan kork og séð hvernig málin standa þá.

Gamespy hefur eins og vanalega gefið verðlaun fyrir leiki þetta árið og kemur Call of Duty verulega vel út þar.

Hljóð ársins: Call of Duty
Level ársins: Pegasus Bridge (Call of Duty)
FPS ársins: Call of Duty
Leikur ársins: Call of Duty

ATH: ástæða þess að ég ber CoD sérstaklega saman við BF og WS:ET er sú að þeir eiga báðir áhugamál áhuga og eru báðir í sama þema (WWII).

JReykdal vefstjóri huga sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að setja CoD upp sem áhugamá svo framarlega sem hann yrði “major hit” eins og hann orðaði það. Ég held að það vefjist ekki fyrir neinum, hvort sem þeir heita JReykdal eða eitthvað aðrir að CoD er þegar orðin “major hit”.

Nú þætti mér gaman að vita frá JReykdal sem og öðrum (JReykdal sérstaklega) hvort þetta er nóg til þess að það sé raunhæft að setja upp áhugamál fyrir CoD og ef EKKI hvað þarf þá að breytast ?
<br><br>Kveðja
Volrath

<b>Battlefield smattlefield</