Ég veit ekki hvort þetta sé vandamál eða bara fyndið.

Málið er að ég hitti mann á djamminu skömmu fyrir jól. Mér leist svona ágætlega við hann og við spjölluðum nokkuð saman.
Ég svaf ekki hjá honum - bara að taka það fram strax.
Síðan bað hann um númerið hjá mér þegar ég ætlaði heim og gaf ég honum það. Og nei ég fór heldur ekki með honum heim, það gerðist ekkert nema einn koss.

Málið er að það hefur eiginlega ekkert gerst á milli okkar og ég veit ekki hvort ég hafi einhvern áhuga á honum. Hann hringir stundum í mig og þau símtöl standa yfirleitt mjög stutt yfir, kannski mesta lagi 2 til 3 mín. Það er þetta sem mér finnst svo skrítið. Ég er vön því að þegar strákar eða menn hringja í mig og ég í þá og það er kannski einhver áhugi hjá öðru hvoru þá standa símtölin yfir í alla vegana 10 mín.
Já, ég veit ég get líka hringt í hann en ég þori því ekki, vil ekki trufla hann og eins og ég sagði þá veit ég ekki hvort ég hafi áhuga en það mætti kannski kanna þann möguleika betur.
En ég hef þessa rosalega sterkan grun um að hann sé kvæntur eða í sambúð. Ég veit ekki afhverju ég held það, bara held það.

Þetta er sossum ekkert vandamál verð ég að segja eiginlega bara hálffyndið…..

p.s. ef það kæmi í ljós að hann væri í sambandi fyrir þá mun ég láta hann í friði - ég lofa því :)