Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DutyCalls
DutyCalls Notandi síðan fyrir 18 árum, 10 mánuðum 51 ára karlmaður
1.644 stig
_______________________

Að ætla eða að gera... (8 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ekki ætla ég að þykjast vera stjórnandi hérna, en var nú samt til gamans að taka saman hverjir af þeim sem sögðust “ætla að senda grein inná þetta áhugamál í haust” hafa staðið við það. Samkvæmt minni talningu (og ég nennti nú ekki að tvítelja til staðfestingar), eru þeir 8 af 50. Þessir 8 eru: 911Carrera, Bossos, Copperfield, DutyCalls, isgurdurgur, Lecter, Liverpool og Ragnarr. Svo hefur líka heilmikið af fólki sem ekki er á þessum “ætla” lista, sent greinar hingað, sem auðvitað er hið...

Orrustuskipið Tirpitz (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Tirpitz, systurskip Bismarcks sést hér í Altenfirði í Noregi árið 1942, ásamt fylgiskipum og flugvernd. Bretum stóð mikill stuggur af skipinu svo nálægt hinni mikilvægu siglingaleið skipalesta til Murmansk. Þeir reyndu mikið að sökkva Tirpitz, og tókst það loks síðla árs 1944, með frægri árás Lancaster-sprengjuflugvéla. Þessi fína mynd er eftir listamanninn Robert Taylor. Meira eftir hann má m.a. finna á: http://www.brooksart.com

Kristnisaga eftir fermingarstúlku (11 álit)

í Dulspeki fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þessa ritgerð fyrir kristnifræði aðstoðaði ég 14 ára dóttur mína við að skrifa fyrir nokkrum árum síðan. Rakst á hana við tiltekt í “gagnagrunni” mínum, og þótti hún skemmtilegur lestur, einfalt og jafnframt einlægt. Vona að einhverjir fleiri hafi gaman af… INNGANGUR Kristin trú í öllum sínum myndum er fjölmennasta trú veraldar. Alls er talið að rúmlega milljarður manna um allan heim aðhyllist kristna trú. Kristið telst allt fólk sem trúir á kenningar Jesú frá Nazaret, upprisu hans og...

Smávegis um þýðingar (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Sendi þetta álit áðan á mynd sem birtist hér fyrir skömmu. En þetta gildir náttúrlega um fleira en bara þessa mynd, ákvað því að skella því líka hér á kork og fá álit, og kannski álit um þýðingar almennt… Fín mynd og fínn texti með henni, bara eitt sem fór í taugarnar á mér: Þú ert þarna með tilvitnun í Bréznev, á ensku. Why? Ég er auðvitað ekki að segja að þú hefðir átt að hafa hana á frummálinu, rússnesku, sem afskaplega fáir íslendingar skilja. Þú hefðir einfaldlega átt að snara þessari...

Carl Sagan (8 álit)

í Vísindi fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Stjörnufræðingurinn Carl Sagan var virtur og dáður hjá öllum áhugamönnum um vísindi, ekki síst geimvísindi. Þegar hann lést fyrir aldur fram árið 1996 úr sjaldgæfum beinmergssjúkdóm, var hann löngu orðinn heimsþekktur fyrir störf sín og syrgður af mörgum atvinnu-vísindamönnum sem hann hafði verið áhrifavaldur á í barnæsku. Þeir þökkuðu honum fyrir að hafa fyrst kveikt hjá sér áhugann á því sem varð ævistarfið. Enda gerði Sagan það að æviköllun sinni að vekja áhuga og forvitni fyrir vísindum....

Fyrsta loftárásin á London (18 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Flott mynd eftir listamanninn Stan Stokes af fyrstu árás þýskra flugvéla á London, árið 1917. Þjóðverjar höfðu áður gert loftárásir á London með Zeppelin-loftskipum, en þau reyndust síðan of viðkvæm fyrir loftvörnum Breta. Þá fóru flugvélar eins og þessi, Gotha C-4, að birtast og gáfu fyrirheit um það sem koma skyldi í næstu styrjöld. Fleiri flott málverk bæði af flugvélum og úr hernaðarsögunni almennt, má finna á þessari síðu: http://www.oldgloryprints.com/

Focke Wulf "Super TL" (0 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hér er mynd af ímynduðum loftbardaga sem kannski hefði átt sér stað ef WWII hefði dregist á langinn um 2-3 ár. Vélin sem tapar bardaganum er bresk Gloster Meteor, sem var raunveruleg, fyrsta breska orrustuþotan. Focke Wulf Super TL var ein af fjölmörgum framúrstefnulegum flugvélum á teikniborðum Þjóðverja í lok stríðsins, og hefði líklega farið í loftið 1946 eða 47 hefði stríðið haldið áfram. Bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn nýttu sér síðan þessar rannsóknir við hönnun sína og útkoman varð...

Stund milli stríða Saddams, 1988-90 (40 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þessi grein er “sjálfstætt framhald” af grein minni um Íran-Írak stríðið. Það er ekki bráðnauðsynlegt að hafa lesið hana fyrst til að skilja umræðuefnið hér, en það skaðar auðvitað ekki. Inngangur Í ágúst 1990 fyrirskipaði Saddam Hussein innrás í hið smáa en vell-auðuga nágrannaland sitt Kuwait, og varð það upphafið að miklu stríði sem varð jafn afdrifaríkt og það var stutt. Fljótlega eftir innrásina fór mikil áróðursherferð í gang á vesturlöndum, og innan nokkura vikna var hinn áður...

Avia S.199 (4 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Avia S.199 var eftirstríðs tékknesk útgáfa af Messerschmitt Me-109G. Þessar vélar voru framleiddar allt til 1949, og keypti hinn nýji flugher Ísraels nokkur stykki. Meira um þessar vélar hér: http://www.geocities.com/CapeCanaveral/Hangar/2848/fighter1.htm

Nörda-könnunin (3 álit)

í Vísindi fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Vantar ekki einn kost í könnunina: Já, og stoltur af því! :D

Um hvað vilja menn sjá fleiri greinar? (0 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum

Íran-Írak stríðið, Seinni hluti (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Eins og fram kom í fyrri hluta, hafði um skeið árið 1980 litið út fyrir að innrásin í Íran, hinn hættulegi leikur Saddams Hussein í hinni alþjóðlegu Persaflóaskák, myndi ganga upp. Stórveldi heimsins héldu að sér höndum og fylgdust með. En þegar verr fór að ganga hjá Saddam, fóru honum að birtast ýmsir haukar úr hornum, reyndar ekki í öllum tilfellum mjög óvænt. Stríðið hélt því áfram og magnaðist á ýmsum sviðum. Írönum blæðir í Írak “Úrslitasókn” Írana árið 1982, sem átti að steypa Saddam...

Fangabúðavæðing farþegaflugsins (3 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Rakst á þessa skemmtilegu grein um þægindi nútíma farþegaflugs! http://www.bigeye.com/090901.htm Er þetta ekki tilfellið? Er ekki flug sífellt að verða óþægilegra fyrir þau okkar sem tíma ekki að ferðast á Saga Class?

Rumsfeld & Saddam, 1983 (14 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þessi nú-fræga mynd er úr vídeóupptöku frá 20. desember 1983 þegar Donald Rumsfeld, sérlegur erindreki Reagans forseta, kom til viðræðna í Baghdad við Saddam Hussein. Umræðuefnið var stuðningur Bandaríkjanna við Írak í stríðinu við Íran. 20 árum síðar áttu leiðir þeirra aftur eftir að liggja saman, undir talsvert öðrum kringumstæðum!

Íran-Írak stríðið - Fyrri hluti (24 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Styrjöldin milli Íraks og Írans 1980-88 er ekki jafn áberandi í sögu 20. aldar eins og hún á skilið, oft er litið á hana sem aðeins eitt af fjölmörgum þriðjaheims-smástríðum sem litlu máli skipta í sögunni. Ekkert gæti í raun verið fjær sannleikanum. Íran-Írak stríðið var meðal hinna lengstu og mannskæðustu á öldinni, og hafði víðtæk áhrif á alþjóðastjórnmál meðan það stóð yfir. Enn víðtækari hafa áhrifin þó reynst vera fyrir framvindu mála í þessum heimshluta síðan. Nægir þar að nefna að ef...

Verður Þriðja heimsstyrjöld meðan við lifum? (0 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum

Breiðsíða frá USS Iowa (13 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Flott mynd af Bandaríska orrustuskipinu USS Iowa á skotæfingu. takið eftir höggbylgjunni sem greinilega má sjá á haffletinum. Iowa og systurskip þess voru síðustu orrustuskip heims. Þau voru smíðuð í Seinni heimsstyrjöld, en var haldið vel við og “öppgreiduð” með nýrri tækni eftir stríðið. Hið síðasta þeirra tók þátt í Flóabardaganum 1991, en var síðan endanlega lagt skömmu síðar.

The Shawshank Religion (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
The Shawshank Redemtption er fín mynd, ég neita því ekkert. En ég skil ekki afhverju það er nánast orðinn rétt-trúnaður að telja hana “bestu mynd allra tíma”. Í nýjustu könnunninni hér um bestu myndina er hún kosin með yfirburðum, og er líka í bannernum á áhugamálinu. Why? Þetta er góð mynd, en það eru til mjög margar álíka góðar. Afhverju þessi dýrkun á þessari mynd?

Hernám Danmerkur - Seinni hluti (13 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég bið lesendur að afsaka lengdina á þessum hluta, hann er helmingi lengri en sá fyrri. Efnið varð einfaldlega meira en ég hélt þegar ég skrifaði fyrri hlutann. Andstaðan eykst - Gríman fellur Eins og fram kom í fyrri hluta, hélt danska ríkisstjórnin völdum við upphaf hernámsins, og átti að líta út fyrir að ekkert hefði í skorist, þrátt fyrir veru þýsks herliðs í landinu. Að sjálfsögðu var þetta aldrei svo í raunveruleikanum, og urðu dönsk stjórnvöld í ýmsu að beygja sig undir vilja...

Hernám Danmerkur - fyrri hluti (12 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Greinarhöfundur var nýlega á ferð í Kaupmannahöfn og varði næstum heilum degi í Nationalmuseet, Þjóðminjasafni Danmerkur. Þar er nýbyrjuð áhugaverð sýning um hernámsárin. Það tók mig um tvo klukkutíma að skoða þessa sýningu, svo áhugaverð þótti mér hún. Ég áttaði mig á að hér á landi hafa menn ekki mikið leitt hugann að þessu efni, og hér var komið efni í næstu grein, sem hér fer á eftir: Sjónarhorn Íslendinga Hernám Þjóðverja á Danmörku í Seinni heimsstyrjöld er nátengt Íslandssögunni....

Fínn þáttur á RÚV (5 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mjög fínn þáttur áðan á RÚV um starf klippara (eða “myndráða” eins og það var kallað uppá rúvísku). Hvet alla áhugamenn sem misstu af þessum þætti að kíkja á hann endursýndan, Sunnudag 2. okt kl. 13:10.

Vorhret Kalda Stríðsins - seinni hluti (6 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Innrásin í Afganistan Á jóladag 1979 fóru Sovétmenn með óvígan her inn yfir landamæri hins múslimska nágrannalands síns, Afganistan. Innan tveggja sólarhringa höfðu þeir höfuðborgina Kabúl á valdi sínu. Of langt mál væri að rekja ástæðurnar og aðdragandann að þessari innrás í smáatriðum, en tilgangurinn var að koma frá ríkisstjórn sem Rússar óttuðust að væri að svíkja sig í tryggðum. Undanfarin ár höfðu afgönsk stjórnvöld verið vinveitt Sovétríkjunum. En landið var alltaf róstusamt,...

Vorhret Kalda Stríðsins - fyrri hluti (11 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Kalda stríðið var háð á nokkura áratuga tímabili, ca. 1945-90. En að sjálfsögðu var ekki alltaf jafn “kalt” í samskiptum risaveldanna, og hafa menn skipt Kalda stríðinu upp í nokkur tímabil “frosts” og “þíðu” eftir því hvernig “viðraði” í alþjóðastjórnmálum. Í þessari grein skoðum við síðustu frosthörkurnar, sem hófust um 1977 og urðu verstar um 1983, þegar hættan á heimsstyrjöld var nánast orðin jafn mikil eins og á tímum Stalíns. Hámark þíðunnar Um miðjan áttunda áratuginn var samkomulag...

B-52 og "ættfræðin" (19 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Sprengjuflugvélin B-52 er elsta flugvélin sem USAF (Bandaríski flugherinn) hefur í þjónustu sinni í verulegu magni. Hvað sem mönnum finnst um utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem þessi flugvél hefur átt sinn þátt í að framfylgja síðustu hálfa öld, er ekki hægt að neita því að B-52 er ein af merkilegri vélum flugsögunnar. Hún er það vel þekkt að ég ætla ekki í þessari grein að fara út í nein tæknileg smáatriði við hana, þetta er meira svona almenn umfjöllun sem ég vona að einhverjir...

Unforgiven (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Vestrar voru í lægð allan níunda áratug síðustu aldar. Þegar Heavens Gate floppaði árið 1980 og dró heilt kvikmyndaver í gjaldþrot, drógu peningamennirnir í Hollywood þá ályktun að vestrinn væri dauður og vonlaust væri að hella peningum í fleiri slíka. Vestrar á þessum áratug voru fáir og flestir low-bugdet. Enda virtust þær fáu undantekningar sem gerðar voru á þessu sanna þetta álit. Silverado og hinn vanmetni Eastwood-vestri Pale Rider komu út 1985 og hlutu báðar fremur slæma dóma og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok