Sendi þetta álit áðan á mynd sem birtist hér fyrir skömmu. En þetta gildir náttúrlega um fleira en bara þessa mynd, ákvað því að skella því líka hér á kork og fá álit, og kannski álit um þýðingar almennt…

Fín mynd og fínn texti með henni, bara eitt sem fór í taugarnar á mér: Þú ert þarna með tilvitnun í Bréznev, á ensku. Why?

Ég er auðvitað ekki að segja að þú hefðir átt að hafa hana á frummálinu, rússnesku, sem afskaplega fáir íslendingar skilja. Þú hefðir einfaldlega átt að snara þessari tilvitnun úr ensku yfir á íslensku.

Sjálfur nenni ég sjaldnast að snara tilvitnunum séu þær beint úr ensku. Það skilja jú nánast allir íslendingar málið, og oft vill eitthvað af merkingunni tapast, eða kvótið sjálft missa mikið af “kúlnessi” sínu í þýðingu.

Hinsvegar reyni ég alltaf eftir bestu getu að snara tilvitnunum sem ég les í bókum á ensku sem eru þýðingar úr öðrum málum. Þannig myndi ég (til að taka dæmi) gera þetta svona:

George Bush eldri sagði “This aggression will not stand” (það sem hann sagði orðrétt, og varð einskonar mottó í sjálfu sér)

Saddam Hussein kallaði stríðið “Móður allra bardaga” (ekki “Mother of all battles”, því hann sagði þetta ekki á ensku, heldur arabísku)

Jæja, afsakaðu þetta nöldur mitt, vona að ég hafi náð að útskýra þetta sjónarmið, hvort sem þú ert síðan sammála eða ekki.


Hvað finnst mönnum?
_______________________