Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bryn
Bryn Notandi frá fornöld 702 stig

Re: Sorglegt

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Samhryggist innilega! Ég á lítinn Chihuahua-hund (frekar feitan en samt snögghærðan) og ég yrði niðurbrotinn maður ef eitthvað kæmi fyrir hann. En þú getur huggað þig við það að dýrin eiga sitt himnaríki (það er mín trú) og ólíkt okkur mannfólkinu þurfa þau vafalaust lítið að kvitta fyrir sínar syndir eins og við. Hvíli tíkin þín í friði!

Re: Area 51

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Afstaða manns er ósköp tvíbent. Það er lógískt að hernaðaryfirvöld vilji halda hluta vopna- og varnarþróunar sinnar, leyndu frá almenningi. En þá geta þeir líka leyft sér hvað sem er og afsakað hvað sem er. Vita forsetar BNA nákvæmlega hvað gengur á þarna? Af hverju er Area 51 ekki skráð á landakortum? hmmmm….

Re: X-men (geisp!)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Er að dæma myndina útfrá tegundinni. Ég var ekki að biðja um hádramatíska óskarsverðlaunamynd. Maður á einnig að gera kröfur til afþreyingarmynda. Til eru frábærar ofurhetjumyndir þannig að ég er ekki haldinn fordómum út í formið. Það tók ég skírt fram. Gaman væri að fá að vita hvað heillar menn við þessa mynd?

Re: White Blood Cells með The White Stripes

í Rokk fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Loksins að menn kveiki á þessari sveit. Zúri á Rás 2 byrjaði að spila þetta snemma sl. haust. Ég fékk plötuna í 12 tónum á Skólavörðustíg og reyniði í guðs bænum að kaupa þetta, ekki vera napsterlúðar. Ef Dead leaves… eða Offend in every way fara ekki í spilun á X-inu er eitthvað mikið að. Besta plata ársins 2001!

Re: Enron = Bush = Afghanistan?

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Akkúrat. Wag the dog-skyldleikinn er óhugnanlegur. Sanniði til. ENRON verður eitt af lykilorðum ársins 2002. HUGE þetta mál. Miðað við allt það sem ég hef lesið um þetta er líklegt að Enron verði meira á vörum fólks en Lewinsky hér um árið. Mér er farið að líða eins og á föstudeginum fyrir helgina sl. sumar þegar Árni Johnsen steypti hnefann skælbrosandi á forsíðu DV undir fyrirsögninni “Grábölvað”. Fólk vissi ekki alveg þá hvað var í vændum með það mál. Fólk veit það ekki alveg núna...

Re: hvað er rock plata ársins ?

í Rokk fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Lateralus er betri en Ænima að mínu mati. Besta plata ársins ásamt White blood cells með White Stripes sem er ALLT ALLT annarsstaðar í litrófi rokksins.

Re: VKm - Signs

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Wide Awake”, fyrsta myndin hans var ekki góð og Shyamalan hefur sjálfur viðurkennt það. Alltof dæmigert og auðgleymanlegt Hollywoodsull. Hann hefur reyndar góða afsökun því hann réð ferðinni þar ekki alveg sjálfur eins og með snilldarverkið “The sixth sense” og hina frábæru “Unbreakable”. Shyamalan er á topp 5 hjá mér yfir athyglisverðustu kvikmyndahöfunda samtímans. Séní.

Re: A Beautiful Mind

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Lofar góðu. Verður samt ekki eins og Proof of life, sem er gott því hún var drasl. Farnar að berast fréttir um að Crowe sýni enn einn snilldarperformansinn í þessari mynd. Algjört möst.

Re: Nafn Rósarinnar

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Frábært að sjá þessa mynd sl. laugardag. Hafði ekki séð hana í mörg ár. Klassík.

Re: Radio X - Hvar er

í Rokk fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Frábært ef það kemur bráðlega. Ég vill taka það fram að lagið heitir “Offend in every way” en ekki “Offended”, ég er bara orðinn svo vanur að kalla það “Offended”. Mín mistök. Besti rokkslagari ársins!

Re: nine-not-elleven...

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
9 ár? Er ekki núna árið 2001 að enda? Það er komið lengra síðan Tarantino GERÐI myndina (sem er ekki sami tími og hún kom út).

Re: George Harrisson Látinn

í Rokk fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Taxman eftir Harrison af Revolver er eitthver æðislegasta byrjun á plötu í tónlistarsögunni. R.i.p.

Re: Baráttan um dolluna fínu.

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég er hvorki púlari né united maður. Þetta er rétt varðandi það að kannski væri réttast að Ferguson fari bara núna, Lazio-Erikson-syndromið er líklegast orðin staðreynd. En af hverju ætti þetta að skipta máli? Eru þetta ekki atvinnumenn í fótbolta? Atvinnumenn þessir ættu að vera orðnir sjóaðir í því að þetta er miskunnarlaus bransi og menn verða að performa hvort sem stjórinn er á leiðinni eða ekki. Varla eru þessir menn svo brothætt grey að ekki megi við mótlæti áður en allt lollist niður....

Re: dEUS - belgískur bravúr!

í Rokk fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Heyr, heyr!

Re: dEUS - belgískur bravúr!

í Rokk fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sammála með Beefheart. Held að ekkert meira eftir Ideal Crash hafi komið út. Þori samt ekki að lofa því.

Re: Eru íslenskar Ritchie-kópíur á leiðinni?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna. Eitt af stærstu vandamálum kvikmyndagerðar hér er að allir þekkja alla og menn eru viðkvæmir fyrir gagnrýni. Það er alltaf snobbað fyrir því hvað það er æðislegt hvað þetta er samheldinn geiri en skortur á vægðarleysi er því óhjákvæmilegur fylgikviklli. Við þyrftum að hafa andstæða póla, ákveðnar grúppur af mönnum sem standa fyrir misjafnri sýn í kvikmyndagerð (Eins og t.d. öndergrándrokksenan vs. sveitaballasenan), þá myndaðist frjórri jarðvegur...

Re: Eru íslenskar Ritchie-kópíur á leiðinni?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Fínt að fá þetta viðhorf. En pointið hjá mér er það að Ritchie hefur ekki verið að bæta við formið að ráði, kúlið er algjörlega ofar öllu en samt telst maðurinn til lykilmanna í breskri kvikmyndagerð. Hvar eru kröfurnar? Opnað var fyrir flóðgáttir af þessum tegundum mynda og lítið frumlegt hefur verið að sjá í þeim. Og í kjölfarið á þessum alltof langvinnu vinsældum þessarar tegundar kvikmynda, er ég hræddur um að Íslendingar fari að verða síðastir í lestinni. Vissulega fagna ég öðruvísi...

Re: ALI

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Málið er bara að það er enginn innistæða fyrir stóru egói hjá Will Smith ólíkt meistara Ali. Smith hefur farið hræódýra leið á toppinn, ekki gert neitt markvert á sínum ferli (Bad boys og Wild wild west eru viðbjóðslegustu Hollywood-vellur síðari ára) og er óþolandi. Ég ætla samt að láta hann njóta vafans áður en ég sé Ali-myndina BARA AF ÞVÍ AÐ MANN ER SNILLINGUR! Ef Mann fer að klikka núna yrði það í fyrsta skipti.

Re: Á flótta undan sölumönnum lífeyrissparnaðar

í Fjármál og viðskipti fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta eru sölumenn andskotans!

Re: The Shipping News

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Lofar góðu þessi mynd. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr Empire er óskarskandídat á ferð hér. Hef samt efasemdir, Hallström er slarkfær meðalskussi í kvikmyndagerð (Chokolat og Cider House rules eru ekki merkilegar bíómyndir)… en það er aldrei að vita!

Re: Vantar talsvert uppá ...

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jamm, jamm. Góð hugmynd!

Re: Vantar talsvert uppá ...

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
hugmyndafLæði(????). Mogwai eru vissulega jójó-rokksveit (Young Team og Ten Rapid = snilld, Come on die young = ágæt, Rock Action = drasl), en ég þoli bara ekki þegar íslenskar sveitir eru hæpaðar upp BARA AF ÞVÍ ÞÆR ERU ÖNDERGRÁND! Ég var einfaldlega að benda á að sérstöðuna vantar eins og er en hún getur komið. Mér finnst ég ekki vera með skítkast heldur uppbyggilega gagnrýni.

Vantar talsvert uppá ...

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það er nú margt betra að gerast í undirgrundinni en Lúna. Suð, Úlpa, Sofandi og Singapore Sling eru allar mun efnilegri þótt ólíkar séu og hafa að mínu mati meira fram að færa. Lúna er einum of augljóslega að elta síðrokklestina, hljóma soldið eins og það slakasta með Mogwai. Það er allt í lagi að póstrokka en þá verða sveitir að skapa sér sérstöðu. Ég vill þessum krökkum ekkert illt og vonandi halda þau áfram að leita, en það þarf aðeins meira til.

Re: Það eina góða frá Liverpool í dag ...

í Rokk fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Asskoti öfunda ég þig af því að hafa séð þá læf því ég er ansi fovitinn að fá að sjá hvernig þeir útfæra ýmislegt af þessu snilldarefni á tónleikum. Það væri þjóðráð ef fleiri lög af þessum disk væri hent í spilun á Radio-X því margir af þessum 3 mínútna smellum eru ansi “hlustendavænir”.

Re: Úlpa

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Úlpa voru mjög góðir á undan Trans Am. Heyrði fyrsta demóið frá þeim í fyrra. Sunshine dance held ég að það heiti og er að mínu mati þeirra besta lag. Hið draumkennda heróíngítarsánd bandsins er flott (minnir á Blonde Redhead ofl. sveitir sem er bara fínt). Ætlar ekki nýja Eddu-útgáfan að gefa þá út?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok