Mig langaði bara til að skrifa og segja að ég missti hundinn minn í gær. Það var keyrt á hana og hún dó samstundis. Ég var búin að eiga hana í rúm 4 ár hún var þrílit, svört með brúnt í andliti og smá hvít (líkt og rottweiler) hún var ótrúlega skörp og hlýðin, kunni að opna hurðir oþh. ég var búin að kenna henni ótrúlegustu trikk, hún var nebblega hálfur border og hálfur minkablendingur og colliar eru einna fljótastir að læra.
En ég verð bara að sætta mig við þetta en það er ótrúlega leiðinlegt að missa hundinn svona fyrir bíl sérstalega af því að þetta gerðist úta landi og hún var alltaf óvarkár í kringum bíla og var eitthvað að forvitnast yfir vegin þar sem maður var að labba með hundinn sinn og svo kom bill og keyrði beint á hana.

allavega með kveðju Indiana,