Sá loksins um daginn “X-men” eftir Bryan Singer og varð fyrir þvílíkum vonbrigðum. Fyrir hvað fékk hún þessa góðu dóma þegar hún kom í bíó? Ekki frumlegheit! Mér er slétt sama þótt hér sé byggt á merkilegum Marvel comics-bókmenntum eða hvað sem þetta heitir, en myndin bætir engu við ofurhetjuform Hollywoodmyndanna. Sagan slök og spennan í framvindunni nánast engin. Singer, sem að ég hélt að myndi búa til skemmtilega hasarafþreyingu, fellur alveg í klisjugryfjuna alræmdu. Engin af ofurhetjunum getur kallast sérstaklega áhugaverð utan persónu þeirrar sem Anna Paquin leikur. Hugh Jackman er ágætur sem Wolverine en hinir bara leiðindi. Uppdubbaðar fyrirsætur í bland við stórleikara sem gera þetta bara fyrir peninginn (Ian McKellen). Patrick Stewart hefur reyndar aldrei sagt nei við sci-fi dellum. Síðan kemur náttúrulega “X-men 2” af því að nauðsynlegt er að maka krókinn (jökk!) Gef myndinni samt góða einkunn fyrir tæknibrellur, þær eru framúrskarandi, en nánast allt annað sökkaði og ég gat ekki beðið eftir að myndin endaði. Eftir snilldarræmuna “The Usual Suspects” og hina ágætu “Apt pupil” átti ég von á meiru frá Singer. Mér kvíður hálfpartinn fyrir “Spiderman” en vona að Sam Raimi fokki því ekki upp. Eftir því sem bíómyndum um ofurhetjur fjölgar, því meira reynir á kvikmyndagerðarmenn og frumlega hugsun. Að þeir komi með eitthvað nýtt, bæti við formið. Ég treysti á að Raimi geri slíkt. Það ætti ekki að vera erfitt enda Kóngulóarmaðurinn áhugaverðari karakter en allt X-men pakkið til samans!

p.s. Ekki segja mér að ég þurfi að vera búinn að sökkva mér ofan í “X-men” sögurnar til að koma auga á snilldina. Bíómyndir eiga að geta staðið sjálfstæðar. Sama þótt ætlunin hafi bara verið að búa til skemmtilega hasarafþreyingu. Það tókst ekki hér.