VKm - Signs SIGNS

Leikstjórn og handrit: M. Night Shyamalan(Unbreakable, The Sixth Sense)

Framleiðendur:
Kathleen Kennedy(A.I., The Sixth Sense, Schindler's List, Jurassic Park, Arachnophobia, Who Framed Roger Rabbit, The Color Purple, Back to the Future, The Goonies. Gremlins, Indiana Jones, Poltergeis, E.T.)
Frank Marshall(-||-)
M. Night Shyamalan(Unbreakable, The Sixth Sense)
Sam Mercer(Unbreakable, Mission to Mars, The Sixth Sense, The Relic)

Útgefendur: Disney

Land: USA
Kemur út í USA: Ágúst 2002
Kemur út á Íslandi: Okt/Nóv 2002

Auglýsinga línur: “The Signs Of Life”, “It's not like they didn't warn us”

Ákveðnir leikarar:
Mel Gibson (Lethal Weapon, Mad Max, Braveheart)
Joaquin Phoenix(8mm, Gladiator)
Rory Culkin(Richy Rich, The Good Son)
Jose Rodriguez(Unbreakable, The Sixth Sense)

- í eftirfarandi texta gætu leynst spillar -

Um:
Myndin á að byrja þannig að prestur að nafni Graham Hess(Mel Gibson) kemur að konunni sinni slasaðri eftir bílslys. Hún deyr í fanginu hans, þetta verður til þess að hann fer að hugsa um köllun sína sem prestur og endar það endar þannig að hann hættir sem prestur og gerist bóndi. En einn daginn byrja að koma risastór merki á akrinum hans, á svipstundu verður hann mjög frægur. Hann ákveður að finna út hver eða hvað kom þessum merkjum þarna og á víst að vera mjög magnþrunginn og trúarlegur endir af því.

SBS:
Ég hlakka mjög til að sjá hana, Mel Gibson er skemtilegur leikari og fyrrum myndir Shyamalan hafa verið góðar. Ég hef lesið mikið um myndina og mér skilst að hún eigi að halda framm að “Guð” sé geimvera eða eitthvað þvíumlíkt. En miðað við “taglinana”, “It's not like they didn't warn us” fær maður svona geimveru fíling í sig, en þetta gæti líka verið trúarlegt, að boðorðin tíu séu viðvörunun eða eitthvað þvíumlíkt. Ég hef líka lesið að Shyamalan ætli að gera mynd um sem flest óútskýranleg efni, í The Sixth Sense voru það draugar, í Unbreakable ofurhetjur og núna geimverur. Við ættum þá að geta búist við myndum frá honum á næstunni um Bermúda þríhyrninginn, Bigfoot, sjóskrímsli og Steingrímur J. Sigfússon.

Allavegana verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.