Ég hef ekkert út á tryggingar og sparnað að setja og er sjálf ágætlega tryggð, en…
hefur einhver annar lent í því í sömu vikunni að neita 7 sölumönnum um kaup á líftryggingu / sjúkdómatryggingu / viðbótarlífeyrissparnaði eða hvað þetta heitir allt saman?
Það er hringt ca. tvisvar í viku heim, samstarfsmenn reyna að selja manni þetta, sölumenn þröngva sér inn á vinnustaðinn, o.s.frv.
Ég er með bann í þjóðskrá svo að ég fái ekki happadrættismiða, en veit einhver hvernig er hægt að forðast t.d.símasölu (öðruvísi en að vera með leyninúmer)? Svo er þetta lið með númeraleynd, að sjálfsögðu, þannig að maður veit ekki hver er að hringja. Og það versta við þetta er að liðið reynir að kynda undir samviskubiti og verður móðgað ef maður afþakkar kurteislega.