Ég er að skrifa þessa grein vegna nýlegra frétta hér á skerinu varðandi gjaldþrots sjötta stærsta fyrirtækis Bandaríkjanna nýverið. Fyrirtækið heitir Enron og er orkufyrirtæki með ítök um allan heiminn. Fyrirtækið var talið mjög öruggt og sterkt á sínu sviði. Það kom því fjármálaheiminum á óvart þegar fyrirtækið lýsti sig gjaldþrota stuttu fyrir árásirnar 11.september.
Stjórnendur fyrirtækisins eru taldir hafa mikið óhreint mjög í pokunum eins og fölsun skýrslna, að ljúga að hlutabréfseigendum og fleira. Það sem vekur kannski meira umtal er að það var farið að rekja slóðina til hvíta húsins í stjórn Bush forseta.

Rétt fyrir 11.september var saksóknari byrjaður að safna gögnum og var meðal annars búinn að biðja um gögn frá stjórn Bush. Einn af aðalráðgjöfum Bush var í stjórn Enron fyrirtækisins fyrir einu eða tveimur árum. Enron studdi ennfremur mjög mikið framboð Bush forseta meðal annars með stórum fjárframlögum í kosningasjóði hans.

Það sem ég er að ýja að hérna er að ég tel að Bush hafi líklegast ákveðið það að heimila árásir á Afghanistan fljótlega (að mínu mati) án þess að reyna allar hefðbundnar diplómatískar leiðir vegna þess að svikamyllan var farinn að teygja sig að hvíta húsinu. Saksóknarinn umræddi hér að ofan féll til dæmis fljótlega frá kröfu sinni um þessi gögn (veit því miður ekki akkúrat hvaða enda ekki séð neina frétt sem tiltekur nánar um þau).

Ennfremur var málinu frestað í ótiltekinn tíma.

Ég tel það líklegt að Bush eða þeir sem virkilega stjórna í hvíta húsinu (Rumsfeld og Cheney) hafi ákveðið þessa leið varðandi Afghanistan svona snemma vegna þessa máls. Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann þegar að hneyksli varð til þess að forseti varð að segja af sér, jafnvel þótt að ekki hafi þá tekist að bendla hann beint við málið (watergate).

Hvað finnst öðrum hugurum um það?

greatness.