Ég ákvað þar sem tvö ljóð urðu jöfn í skoðanakönnuninni, að velja það ljóð sem á nokkuð við í þeim heimi sem maður fær fréttir af á hverjum degi. Ljóðið er Slysaskot í Palestínu (í víngarðinum), eftir Kristján frá Djúpalæk.

——-

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.


Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.


Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.


Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.
—–