Skil þig, var svipuð saga með mig. Eignaðist yndislegan Labrador þegar ég var 6 ára og við áttum hana í 10 ár. Algjörlega hluti af fjölskyldunni. Þegar hún var orðin 10 ára kom í ljós að hún var komin með krabbamein auk þess sem gigtin var farin að verða verri, þannig að við þurftum að velja á milli að halda henni lifandi í stanslausum sársauka eða leyfa henni að fara og fá sína hvíld. Auðvitað völdum við seinni kostinn, enda vorum við að hugsa um velferð hennar. Ekkert smá erfitt fyrst...