Ég hef ákveðið að skrá Ísland í Clanbase Warcraft3 Nations cup. Þessi keppni er 4v4, þó svo að það sé ekki beint það skemmtilegasta keppnisformið í wc3 þá er gaman að taka þátt í svona =].

Ég ætla að sækja um sem team captain, en þeir vilja fá meðmæli frá íslenskum wc3 spilurum. Þess vegna bið ég ykkur um að hafa efst í póstinum ykkar “I want taqtix to be the Icelandic team captain” ef þið hafið ekkert á móti því, ef ekki rökstyðjið það. Ég bið ALLA Íslendinga sem hafa áhuga á wc3 að pósta, það eykur líkurnar á því að við komumst inn, reynið að pósta eins fljótt og mögulegt er.

Ástæðurnar fyrir því að ég yrði team captain eru nokkrar, ég hef spilað leikinn í betunni, slatta eftir að hann kom út. Hef unnið öll mót sem haldin hafa verið á Íslandi(2 smelli, einn skjálfta) og mæti á næsta(groundzero). Auk þess hef ég talað við alla bestu íslensku spilarana og þekki nokkra frekar vel.

Það sem ég bið ykkur um að gera er að setja þessa ensku línu efst í póstinn ykkar sem ég minntist á fyrr(þ.e. ef þið styðjið hugmyndina) og svo nefna 8-10 spilara sem ykkur finnst að ætti að vera í þessu landsliði, megið nefna ykkur sjálfa en ekki koma með eitthvað bull, reynið að vera alvarlegir. Svo auðvitað ykkar álit á öllu þessu.

Eina sem þarf að vera á ensku er efsta setningin sem segir að þið styðjið eða styðjið ekki þá tillögu að ég verði wc3 team captain.

Mínir top5 eru: ég, keli, myrkvi, krissi, b3nni(ef hann hefur áhuga). Það verða samt líklegast fleiri í hópnum(frá 8-10).

Endilega reynið að pósta sem allra fyrst.

Kk,
Eina