jæja þá er þetta frábæra festival búið. mér persónulega fannst þetta hafa tekist mjög vel.
Ég náði að kíkja á eins marga viðburði eins og ég gat og var nokkuð sáttur við það sem ég sá. Hér að neðan kemur smá gagnrýni og léttar stjörnugjafir sem hver má dæma fyrir sig.
Fimmt: Ég byrjaði á því að kíkja rétt á bandið Einóma á Spotlight. Það var bara nokkuð góð grúbbía með gott video sem átti vel við þá tónlist sem þeir voru að flytja. Þeir komu mér skemmtilega á óvart og gerði það mig mjög bjartsýnan á það sem skildi koma Ég gef þeim XXx
síðan skellti ég mér á vídalín og varð vitni að LUNA. Það var snilldar band sem kom mér skemmtilega á óvast. Góður hljómur og skemmtileg stefna. Greinilega fólk þarna á ferð sem kann á hljóðfærin.ég gef þeim XXXx
Þarnæst kom ULPA sem var reyndar eikkað sem ég hafði heyrt smá veigis í áður. Þetta er gott band sem skaust rétt á yfirborð frægðarinnar þegar þau gáfu út síðustu plötu er eitt lag komst í spilun með þeim á RADIO-X og RAS-2. Þetta er frábært band sem ennþá er titlað sem neðanjarðar þó svo að þetta sé topp hljómsveit sem á alveg heima ofar í ljósvakanum. Ég gef þeim XXX
Næst kom Sofandi á sviðið. Ég hlustaði aðeins og bara jánkaði við þeim. Þetta er band sem er að gera svipaða hluti og ULPA þó ekki sé hægt að líkja þeim saman á allan hátt.
síðan var rölt yfir á NASA til þess að sjá Remy Zero. Þetta var stórgott band sem kom mér rosalega á óvart. Þetta var pottþétt hljómsveit sem kann sko að spila á hljóðfærin LIVE. Söngvarinn var kraftmikill sem og gítarleikarinn (sem var hægra megin á sviðinu) sem var brilliant. Ég hvet fólk til þess að skoða þá á netinu. Ég fann nokkur lög með þeim á kazaa og Imesh og var enn sáttari með þá. í blaðinu sem var gefið út fyrir Airwaves stóð að þeir líktust Travis og Radiohead. ég var því ekki sammála og fannst þeir líkjast mun meira Bush og Muse þó svo að maður fann smá fyrir Radiohead í textunum. En Travis var ég ekki að finna hjá þeim. Þeir fá sko XXXX frá mér.
Föstudagur:
Skellti mér á Iðnó og sá Daniel Ágúst. Hann var öðruvísi. En góður. Þetta var mjög snyrtilega afgreitt hjá honum ásamt þeim sem spiluðu með honum á Selló og Fiðlur. Orgelið var líka flott. Hann kom mér skemmtilega á óvart og hreyfst ég mjög á honum sem tónlistar manni. Áhrif í henni var að finna frá snillingnum Hilmar H. Hilmarsyni. Ég varð allavega ekki fyrir vonbrigðum með hann þó svo misjafnar skoðanir hafi heyrst inni í salnum. hann fær XXX frá minnsens.
Næst steig bandið SKE og sviðið. Ég fékk það á tilfinninguna að þarna stæðu þeir meira í gríni að alvöru. mér fannst þetta band ekki eiga heima þarna í Iðnó. Þarna var tónlistinn flokkuð í Alternative stefnuna. Þetta var meira svona blús dæmi. Mikið var hlegið og sá ég félaga Óla Palla á rás 2 púa á þá. Það fannst mér reyndar barnalegt. Mikið var hlegið en sennilega ekki dáðst að tónlistinni frá þeim. Ég gef þeim Xx
Síðan steig Bang Gang á sviðið sem var jú gaman að sjá. Ég helt reyndar að það væri búið dæmi en svo virðist sem Barði Súri hafi náð að halda púslinu gangandi í þessu. Védís Hervör kemur ágætlega sem staðgegnill hinnar fyrrum söngkonu. En það er eikkað í Védísi sem fer í taugarnar á mér. Veit ekki akkuru. Ég fór áður en þau gátu lokið showinu þannig að ég gef bara stjörnur af því sem ég varð vitni að. ég gef þeim XX
Þá var hlupið yfir að vídalín til þess að sjá Kimono og Ampop. En þegar ég kom var náttfari að spila. Þvílíkt snilldar band. gítarleikarinn var frekar truflaður en það er hluti að þessu sem telst til sviðsframkomu. Ég gjörsamlega dáleiddist að tónlistinni þeirra og fílaði mig þarna á gólfinu í tætlur. Önnur snilldin kom að fæti annarri og vildi ég helst ekki að þeir hættu. Ég er staðráðin í því að reyna að leita mér að öllu sem tengist þessari hljómsveit og bið ég ykkur að aðstoða mig. ég gef þessari hljómsveit XXXXX af 4 mögulegum ;)
Næst kom Kimono á sviðið. Þetta er nokkuð gott band með góða hljóðfæraleikara þó svo að mig fannst vanta smá púður í trommarann. Bassaleikarinn ( Dóri held ég að hann heytir) var vel með á nótunum og hélt vel utan um fastan takt hljómsveitarinnar. Söngvarinn/gítarleikarinn var helfvíti skemmtilegur. Var með snilldar brandara sem fór vel saman við bjórinn minn sem sennilega helmingurinn að liðinu skildi ekki. Reyndar fannst mér vanta smá rödd í hann því lítið bar á textun hljómsveitarinnar. Kannski að það sé hljóðmanninum að kenna veit ég ekki. ég legg til og mæli með að þeir fá sér hljómborðsleikara. Ég gef þeim XXX
næst var komið að bandinu sem ég var upphaflega kominn til þess að sjá, AMPOP. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með þá. Þetta var pottþétt prógramm þó svo gormarnir á snerlinum skemmdi fyrsta lagið, (ekkað sem ekki allir tóku eftir). Þetta er snilldar band með góðan tónlistarsmekk. Ég hvet alla til þess að kaupa nýju breiðskífuna þeirra og smáskífuna einnig (Re Made For Market). Ég gef þeim óhikandi XXXX.
Bandið Quik*O*Tic var næst og jafnframt síðast á sviðið. Þetta var skrítið band með skrítna og hrikalega einfalda tónlist. Þetta líktist einna helst gömlu bílskúrs pönki sem var fyndið að horfa á. Ég entist ekki lengur þarna inni enda var ég ekkert að fíla þetta umdeilda band. Ég kís það að gefa þeim ekki stjörnu.

Lokakvöldið:
ég missti af Apparat Organ Quartet sem ég bölvaði sjálfum mér mikið fyrir. En svona er þetta. Ég datt inn þegar Blackalicious voru á sviðinu. Ég er ekki mikill rappunnandi en ég varð nokkuð hrifinn. Þeir voru stórfínir á sviðinu með pottþétta muzik. Þeir voru skemmtilegir og varð ég mun hrifinn af stafrófslaginu þeirra. Það var snilld. Þið sem voruð þarna vitið hvað ég er að tala um. Þið hin “ýkt óheppin”. ég gef þeim XXX
Næst komu The Hives. VÁÁÁÁ þeir voru frábærir. Þvílíkir snillingar og sviðsframkoma. lítið skildist hvað söngvaranum fór fram í micrafoninn en hljómleikurinn var frábær. Þeir mynduðu frábæra stemmningu sem var föst í mér það sem eftir var kvöldsins. Ég gef þeim XXXX
Næst kom Gus Gus sem ég nenni ekki að eiða tímanum í að gagnrýna.Ég skrifaði víst umdeilda grein um hana hér að neðan.
Loks kom maðurinn sem ég er búinn að bíða eftir síðan ´96-7 þá sem Mighty Dub Kats. Loks kom út fyrsta smáskífan hans undir nafninu Fatboy Slim en hún bara nafnið E.V.E. þar remixar hann lag eftir franskan artista að nafninu Jean Jacques Perrey, En original lagið er síðan 1970. Ég á í dag í kringum 20 diska með honum. ég hefði persónulega viljað fá hann hingað þá og helst einnig fyrir 2 árum. ´Margir sem fóru á þessa tónleika héldu sennilega að þeir færu að hlusta á gömlu góðu lögin hans en ég vissi að þetta yrði svona. Hann er einn besti DJ í heimi og einn afkastamesti remixari heims. Hann er snillingur í búrinu enda urðu margir vitni að því þarna. Þessi maður veit hvað hann er að setja á fóninn og hvað hann er að blanda saman. Hann fær að sjálfsögðu XXXXX af 4 mögulegum frá mér.

Ég þakka þeim sem nenntu að lesa þetta allt. Og bið ég ykkur endilega um góð álit og endilega góða umræðu.

Toffari