Ég er svona nokkuð sammála, nema með eitt. Ljungberg er alls ekki búinn að vera besti hægri kanturinn í vetur, persónulega myndi ég segja að Shaun Wright-Phillips sé búinn að vera betri. Ljungberg er eiginlega bara búinn að eiga lélega leiktíð miðað við fyrri tímabil. Svo myndi ég líklega setja Gerrard í mitt “topp lið” fyrir árið, þá í staðinn fyrir Lampard. Annars er þetta bara mjög svipað og ég myndi velja.