Lakers í skít --- Malone og Payton áhyggjufullir ? Jæja í fyrstu umferð úrslitakeppninnar lentu meistararnir Los Angeles Lakers á vegg en sá veggur hét Francis og Ming. Tókst þeim samt að brjóta þann feikigóða múrsteinavegg niður en nú hafa þeir lent á svokallaðan stálvegg. Erfitt getur stundum reynst að brjóta þá niður vegna ýmsa ástæðna.

Allavegana ,.. hættum þessu rugli

Meistararnir eru núna komnir 2-0 undir í viðureign úrslitakeppninnar ef að við getum kallað hana það. Lakers voru svo heppnir að lenda á móti San Antonio Spurs með þá Tony Parker og TIm Duncan fremsta í flokki.

Fyrsti leikur viðureigninnar var leikinn síðastliðinn sunnudag í San Antonio og með stórleik Tim Duncans í fjórða leikhluta tókust San Antonio að sigra með 10 stiga mun, 88-78 þrátt fyrir 31 stiga stórleik Kobe Bryant's. Var það því MJÖG mikilvægt fyrir Lakers að reyna að ná sigri í nótt á heimavelli sínum í L.A.

Ekki fór sá leikur á hinn besta veg fyrir Lakers sem þurftu að lúta í lægri hlut aftur með 10 stiga mun, 95-85 en nú var það franski leikstjórnandinn Tony Parker sem stríddi Lakers mönnum. Parker skoraði “playoff Career-High” eða 30 stig og átti varnarmenn erfitt með þennan franska snilling. Parker skoraði 16 stig í fyrsta leikhluta og lét Gary Payton líta illa út (payton var að dekka hann skilst mér). Parker hitti úr 13 af sínum 23 skotum. Tim Duncan var ekki dauður úr öllum æðum og skoraði 24 stig.
Shaq reyndi, en það var ekki nóg. Þrátt fyrir stórleik hjá honum þá dugði það ekki til en Shaq skoraði 32 stig (15 af 21) og tók 15 fráköst.


Jæja þetta lítur ekki vel út hjá Lakers. Spurs á heimavallarréttinn svo að þetta verður erfitt að koma með comeback á þetta. Ég er ekki að sjá það að Lakers munu ná að sigra Spurs tvisvar á heimavelli þeirra en Laker þurfa að gera það, ásamt því að sigra á sínu, heimavelli auðvitað, til þess að sla´Spurs út. Mín spá er sú að Lakers er að falla út. Svo einfalt er það. Auðvitað er ég ekkert að alhæfa neitt en svona er bara mín spá. Er vonin hjá Karl Malone að dvína út en hann er líklegur til þess að hætta eftir þetta tímabil (að ég held). Eða mun hann koma brjálaður í næsta leik og rústa þessu. Er vonin hjá Payton líka farin? …

Ég segi bara … drama í NBA